Innlent

Ekki við launamenn að sakast

Óábyrg fjármálastjórn ríkissjóðs er ástæða þess að hér er verðbólga en ekki launakjör opinberra starfsmanna segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur hjá ASÍ en fjármálaráðherra hefur sagt að nauðsynlegt sé að sýna aðhald í komandi kjarasamningum. Sigríður segir frekara aðhald muni fæla enn fleira starfsfólk úr umönnunarstörfum.

Í áliti sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er ríkisstjórnin hvött til að sýna aðhald í komandi kjarasamningum. Fjármálaráðherra sagði í hádegisfréttum Stöðvar2 í dag að vissulega þyrfti að beita aðhalds í komandi kjarasamningum.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sem var gestur hádegisviðtalsins á Stöð 2 í dag sagði ekki vera hægt að skella skuldinni á launþega. Ástæða verðbólgunnar væri óábyrg fjármálastefna ríkissjóðs

Hún sagði aðhald í kjarasamningum aðeins eiga eftir að auka enn á flótta úr umönnunarstéttum þar sem þau störf væru vanmetin nú þegar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×