Jordan táraðist í lokin á þætti sjö af „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 11:00 Michael Jordan gaf engan afslátt hvorki af frammistöðu sinni eða af því að pressa á frammistöðu liðsfélaga sinna hjá Chicago Bulls. Vísir/Getty Það er erfitt að finna meiri keppnismann en Michael Jordan sem var líka örugglega duglegri en flestir ef ekki allir að finna sér eitthvað til að sanna í hverjum leik. Menn urðu nefnilega að passa sig að gefa ekki Jordan tækifæri til að herja á þá næst og það var hreinlega stórhættulegt að skjóta á Jordan því það var eins og olía á eldinn. Þetta hefur komið vel fram í „The Last Dance“ þáttunum. Sömuleiðis hafa allir séð að það var ekki aðeins erfitt að spila á móti Michael Jordan því það var líka erfitt að spila með honum í liði. Farið var vel yfir þann hluta í öðrum þætti helgarinnar og þar höfðu liðsfélagar Jordan ýmislegt að segja. Hann sjálfur sagði líka sína hlið. Lokasenan í þætti sjö verður eflaust ein af þeim sem verður mest spiluð af senunum í þessari heimildarmyndarröð. Við erum að tala um að þar er Michael Jordan að tala um það hvernig hann hegðaði sér gagnvart liðsfélögum sínum og hvernig hann óttast að fólk taki því að sjá hann á bakinu á þeim. ICYMI: The end of Episode 7. WOW. ?? #TheLastDancepic.twitter.com/N3c5lN0mLI— SportsCenter (@SportsCenter) May 11, 2020 „Þegar fólk sér þetta þá heldur það kannski að ég hafi verið harðstjóri. Það er bara þeirra sýn og þau hafa aldrei unnið neitt. Ég vildi vinna en ég vildi líka að þeir myndu vinna og að þeir tækju þátt í þessu með mér,“ sagði Michael Jordan. „Ég þarf ekki að gera þetta en ég geri þetta því ég vil ekki fara í felur með það hver ég er í raun og veru. Svona spilaði ég leikinn og þannig var mitt hugarfar. Ef þú vilt ekki spila þannig þá skaltu sleppa því að spila þannig,“ sagði Jordan áður en hann bað um pásu enda farinn að berjast við tárin. Leikstjórinn Jason Hehir endaði sjöunda þáttinn á þessu atriði sem er mjög áhrifaríkt eins og sjá má hér fyrir ofan. NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
Það er erfitt að finna meiri keppnismann en Michael Jordan sem var líka örugglega duglegri en flestir ef ekki allir að finna sér eitthvað til að sanna í hverjum leik. Menn urðu nefnilega að passa sig að gefa ekki Jordan tækifæri til að herja á þá næst og það var hreinlega stórhættulegt að skjóta á Jordan því það var eins og olía á eldinn. Þetta hefur komið vel fram í „The Last Dance“ þáttunum. Sömuleiðis hafa allir séð að það var ekki aðeins erfitt að spila á móti Michael Jordan því það var líka erfitt að spila með honum í liði. Farið var vel yfir þann hluta í öðrum þætti helgarinnar og þar höfðu liðsfélagar Jordan ýmislegt að segja. Hann sjálfur sagði líka sína hlið. Lokasenan í þætti sjö verður eflaust ein af þeim sem verður mest spiluð af senunum í þessari heimildarmyndarröð. Við erum að tala um að þar er Michael Jordan að tala um það hvernig hann hegðaði sér gagnvart liðsfélögum sínum og hvernig hann óttast að fólk taki því að sjá hann á bakinu á þeim. ICYMI: The end of Episode 7. WOW. ?? #TheLastDancepic.twitter.com/N3c5lN0mLI— SportsCenter (@SportsCenter) May 11, 2020 „Þegar fólk sér þetta þá heldur það kannski að ég hafi verið harðstjóri. Það er bara þeirra sýn og þau hafa aldrei unnið neitt. Ég vildi vinna en ég vildi líka að þeir myndu vinna og að þeir tækju þátt í þessu með mér,“ sagði Michael Jordan. „Ég þarf ekki að gera þetta en ég geri þetta því ég vil ekki fara í felur með það hver ég er í raun og veru. Svona spilaði ég leikinn og þannig var mitt hugarfar. Ef þú vilt ekki spila þannig þá skaltu sleppa því að spila þannig,“ sagði Jordan áður en hann bað um pásu enda farinn að berjast við tárin. Leikstjórinn Jason Hehir endaði sjöunda þáttinn á þessu atriði sem er mjög áhrifaríkt eins og sjá má hér fyrir ofan.
NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira