Saman í sókn um allt land Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 11. maí 2020 19:30 Það er ljóst að heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir mun hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuaðila á landinu öllu. Það skiptir því öllu máli hvernig stjórnvöld veita viðspyrnu og hvernig stjórnvöld skapa aðstæður þannig að vel takist til. Íslandsstofa auglýsti útboð vegna markaðsverkefnis Saman í sókn en því er ætlað að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Nú hafa 15 fyrirtæki sent inn umsóknir og eru sjö þeirra íslensk og átta erlend. Það er vonandi að þeir sem taka ákvörðun um hverjir komi til greina til að kynna land og þjóð hafi það hugfast að nú er tækifæri til þess að hugsa út fyrir suðvesturhornið, tækifæri til þess að nýta fleiri gáttir til landsins. Í þessu sambandi má benda á að nokkur fjöldi ferðamanna kemur til landsins með Norrænu á Seyðisfirði ásamt því að alþjóðaflugvellir eru á Egilsstöðum og á Akureyri og hefur reglulegt millilandaflug til og frá Akureyrarflugvelli skilað töluverðum fjármunum eða um einum milljarði inn í hagkerfið og það munar um minna. Fyrir Alþingi liggur tillaga okkar þingmanna í Miðflokknum um að verð á eldsneyti í millilandaflugi lækki þannig að eldsneytisverð til millilandaflugs verði það sama um allt land. Slík breyting mun styrkja stöðu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og ýta undir dreifingu ferðamanna um landið. Það merkilega er að þessi tillaga er nú flutt í þriðja sinn þar sem hún hefur ekki náð fram að ganga þrátt fyrir að stjórnvöld hafi lýst vilja sínum til þess að efla ferðaþjónustu á landinu. Meira að segja var því haldið fram að tillagan væri óþörf þegar hún var lögð fram í annað sinn þar sem starfshópur á vegum sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra væri að vinna að sömu tillögu og átti að skila niðurstöðu í lok árs 2018. Það var því nokkuð ánægjulegt, allavega um stund að sjá á dögunum framkomið frumvarp sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, sem hefur þann tilgang að tryggja framboð og sambærilegt verð á olíuvörum sem ætlaðar eru til notkunar innan lands, óháð staðsetningu sölustaða olíuvara. En ánægjan varði ekki lengi þar sem þetta frumvarp nær ekki til jöfnunar eldsneytiskostnaðar vegna millilandaflugs á Egilsstöðum og Akureyri. En það hefði einmitt átt að taka það með núna og sérstaklega núna þegar við höfum tækifæri til þess að stokka spilin upp á nýtt. Vitað er að stækka þarf flugstöðina á Akureyri og gera þarf úrbætur á vellinum á Egilsstöðum og það fjármagn sem sett var fram til þeirra verka vegna faraldursins mun engan veginn duga, meira þarf til. Stjórnvöld verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að undirbúa grunninn, jöfnun eldsneytiskostnaðar skiptir máli og markaðsátakið Saman í sókn mun ekki skila þeim árangri sem að er stefnt nema að grunnurinn verði í lagi um allt land. Það verður að búa svo um hnútana að öflugir ferðaþjónustuaðilar geti byggt upp þjónustuna og þar með markaðinn svo íslensk ferðaþjónusta komist hratt og örugglega af stað á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það er ljóst að heimsfaraldurinn sem nú gengur yfir mun hafa gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuaðila á landinu öllu. Það skiptir því öllu máli hvernig stjórnvöld veita viðspyrnu og hvernig stjórnvöld skapa aðstæður þannig að vel takist til. Íslandsstofa auglýsti útboð vegna markaðsverkefnis Saman í sókn en því er ætlað að markaðssetja Ísland sem áfangastað. Nú hafa 15 fyrirtæki sent inn umsóknir og eru sjö þeirra íslensk og átta erlend. Það er vonandi að þeir sem taka ákvörðun um hverjir komi til greina til að kynna land og þjóð hafi það hugfast að nú er tækifæri til þess að hugsa út fyrir suðvesturhornið, tækifæri til þess að nýta fleiri gáttir til landsins. Í þessu sambandi má benda á að nokkur fjöldi ferðamanna kemur til landsins með Norrænu á Seyðisfirði ásamt því að alþjóðaflugvellir eru á Egilsstöðum og á Akureyri og hefur reglulegt millilandaflug til og frá Akureyrarflugvelli skilað töluverðum fjármunum eða um einum milljarði inn í hagkerfið og það munar um minna. Fyrir Alþingi liggur tillaga okkar þingmanna í Miðflokknum um að verð á eldsneyti í millilandaflugi lækki þannig að eldsneytisverð til millilandaflugs verði það sama um allt land. Slík breyting mun styrkja stöðu ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og ýta undir dreifingu ferðamanna um landið. Það merkilega er að þessi tillaga er nú flutt í þriðja sinn þar sem hún hefur ekki náð fram að ganga þrátt fyrir að stjórnvöld hafi lýst vilja sínum til þess að efla ferðaþjónustu á landinu. Meira að segja var því haldið fram að tillagan væri óþörf þegar hún var lögð fram í annað sinn þar sem starfshópur á vegum sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra væri að vinna að sömu tillögu og átti að skila niðurstöðu í lok árs 2018. Það var því nokkuð ánægjulegt, allavega um stund að sjá á dögunum framkomið frumvarp sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, sem hefur þann tilgang að tryggja framboð og sambærilegt verð á olíuvörum sem ætlaðar eru til notkunar innan lands, óháð staðsetningu sölustaða olíuvara. En ánægjan varði ekki lengi þar sem þetta frumvarp nær ekki til jöfnunar eldsneytiskostnaðar vegna millilandaflugs á Egilsstöðum og Akureyri. En það hefði einmitt átt að taka það með núna og sérstaklega núna þegar við höfum tækifæri til þess að stokka spilin upp á nýtt. Vitað er að stækka þarf flugstöðina á Akureyri og gera þarf úrbætur á vellinum á Egilsstöðum og það fjármagn sem sett var fram til þeirra verka vegna faraldursins mun engan veginn duga, meira þarf til. Stjórnvöld verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að undirbúa grunninn, jöfnun eldsneytiskostnaðar skiptir máli og markaðsátakið Saman í sókn mun ekki skila þeim árangri sem að er stefnt nema að grunnurinn verði í lagi um allt land. Það verður að búa svo um hnútana að öflugir ferðaþjónustuaðilar geti byggt upp þjónustuna og þar með markaðinn svo íslensk ferðaþjónusta komist hratt og örugglega af stað á ný.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun