Innlent

HR í nýsköpunarsamstarfi

Svava Grönfeldt er rektor HR.
Svava Grönfeldt er rektor HR.
Háskólanum í Reykjavík hefur verið boðið að verða einn af hornsteinum Global Entrepreneurship Monitor rannsóknarinnar, sem er ein umfangsmesta alþjóðlega rannsókn á frumkvöðlasamstarfi í heiminum.

Samkomulag þessa efnis var undirritað í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Aðrir háskólar sem leiða rannsóknina á næstu þremur árum eru Babson College, sem er talinn fremsti háskóli Bandaríkjanna á svið frumkvöðlafræða, og London Business School.

Global Entrepreneurship Monitor-verkefnið hófst fyrir 9 árum. Með tilkomu þess var í fyrsta skipti aflað samanburðarhæfra gagna um frumkvöðlastarfsemi víðsvegar að úr heiminum. Árlega taka fulltrúar frá rúmlega 40 þjóðum þátt í verkefninu og hefur Háskólinn í Reykjavík tekið þátt fyrir Íslands hönd frá árinu 2002.

Háskólinn mun leggja áherslu á að nýta verkefnið sem samstarfsvettvang um frumkvöðlamenntun. Í því felst að þátttakendur hjálpist að við að byggja upp aðferðir og aðstöðu til þess að þjálfa og styðja við frumkvöðla um allan heim. Þar sem þátttakendur koma frá yfir 40 löndum í öllum heimsálfum er hægt að nýta þekkingu og reynslu frá mjög ólíkum aðstæðum við uppbyggingu frumkvöðlamenntunar í hverju landi og veita frumkvöðlum aðgang að sérfræðingum um allan heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×