Fótbolti

Klinsmann: Núna sjá allir af hverju ég vildi fá Aron

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Jóhannsson (númer 7) í leiknum í Sarajevo í gær.
Aron Jóhannsson (númer 7) í leiknum í Sarajevo í gær. Mynd/AFP
Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, var virkilega ánægður með frammistöðu Arons Jóhannssonar eftir leik Bandaríkjanna og Bosníu-Hersegóvínu í vináttulandsleik í gær en leikurinn fór 4-3 fyrir Bandaríkin.

Aron kom inn á af varamannabekknum á 63.mínútu leiksins og varð því endanlega bandarískur landsliðsmaður.

„Ég og aðrir í kringum sambandið ræddum við Aron í eitt og hálft ár,“ sagði Jurgen Klinsmann eftir leikinn.

„Það er frábært að hann sé loks kominn í liðið. Það sást vel hversu frábær leikmaður Aron er eftir þessar þrjátíu mínútur inn á vellinum. Núna fer fólk loksins að átta sig á því af hverju ég lagði svona mikla vinnu í það að fá leikmanninn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×