Lífið

Íslendingar Norðurlandameistarar

Íslenskir vagnstjórar sigruðu kollega sína frá öðrum Norðurlöndunum auðveldlega í ökuleikniskeppni vagnstjóra sem fram fór við höfuðstöðvar Strætó að Kirkjusandi í gær. Urðu þeir alls 2500 sekúndum á undan Dönum sem komu næstir. Er þetta fjórða árið í röð sem Íslendingar skipa sér í efsta sætið í þessari keppni sem haldin hefur verið síðustu 20 árin en íslenskir vagnstjórar tóku þó ekki þátt fyrst fyrr en 1983. Er um margvíslegar þrautir að ræða sem sex vagnstjórar frá hverri þjóð fyrir sig verða að leysa á sem stystum tíma og reyndist munurinn heilar 2500 sekúndur þegar upp var staðið sem telst vera afar öruggur sigur Íslendinga. Finnar urðu þriðju, Norðmenn fjórðu og Svíar ráku lestina. Af alls 30 vagnstjórum reyndist Markús Sigurðsson stigahæstur og er því Norðurlandameistari en næstu sæti voru einnig skipuð Íslendingum, þeim Þórarni Söebech og Rögnvaldi Jónatanssyni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.