Erlent

Slúðurskattur settur á notkun samfélagsmiðla í Úganda

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Talið er að um 17 milljón íbúar Úganda noti internetið að staðaldri en 41 milljón býr í landinu
Talið er að um 17 milljón íbúar Úganda noti internetið að staðaldri en 41 milljón býr í landinu Vísir/Getty
Ríkisstjórn Úganda hefur ákveðið að leggja svokallaðan slúðurskatt á notkun samfélagsmiðla. Þeir sem nota samfélagsmiðla á borð við Facebook, WhatsApp, Viber og Twitter munu framvegis þurfa að greiða um fimm íslenskar krónur á dag til stjórnvalda.

Slúðurskatturinn er hugarfostur forseta landsins, Yoweri Museveni. Hann hefur lengi kvartað undan því að samfélagsmiðlar ýttu undir slúður og skaðlegar gróusögur í Úganda.



Innheimta á nýja skattinn frá og með fyrsta júlí næstkomandi en ekki er ljóst hvernig það verður framkvæmt. Sérfræðingar og netveitur í Úganda eru á einu máli um að stjórnvöld hafi enga góða leið til að greina hverjir noti samfélagsmiðla og hversu oft. Yfirvöld hafi ekki einusinni tæmandi lista yfir þau símanúmer sem séu í notkun í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×