Skortur á einbýlum á Landspítala – vandamál við einangrun smitandi sjúklinga Faghópur um hjúkrun skrifar 26. janúar 2017 07:00 Hjúkrunarfræðingar á Landspítala sem mynda faghóp um hjúkrun sjúklinga með sýkingar hvetja til að byggingu nýs spítala við Hringbraut verði hraðað eins og frekast er unnt og eru ýmsar ástæður fyrir því. Sífellt færist í vöxt að ónæmar bakteríur greinist hjá sjúklingum á Landspítala og valdi sýkingum sem getur verið erfitt eða illmögulegt að meðhöndla. Þessi þróun á sér stað um allan heim og nú er svo komið að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin metur sýklalyfjaónæmi baktería sem ógn við lýðheilsu[1]. Þó svo að við hér á landi greinum færri ónæmar bakteríur en í öðrum löndum er þróunin sú sama hérlendis. Til að koma í veg fyrir dreifingu ónæmra baktería innan sjúkrahúsa er meðal annars gripið til þess að einangra þá sjúklinga sem hafa greinst með þessar bakteríur. Einangrun krefst þess að sjúklingur sé í einbýli með sér salerni auk þess sem unnið er samkvæmt leiðbeiningum um einangrun. En það þarf að einangra fleiri en þá sem eru með ónæmar bakteríur. Þá sjúklinga sem eru með ákveðnar örverur sem smitast milli manna og valda sýkingum þarf einnig að einangra. Hér er um að ræða örverur eins og flensuveirur, Nóróveirur og margar fleiri veirur, bakteríur eins og S. pyogenes sem veldur streptókokkahálsbólgu, Cl. difficile sem veldur niðurgangi og margar fleiri bakteríur. Einangrun sjúklinga veldur auknu álagi á starfsfólk deilda og þar sem einbýli eru fá á Landspítala skapast vandamál við forgangsröðun þeirra sjúklinga sem dvelja á einbýlunum. Í skýrslu um húsnæði Landspítala frá apríl 2014[2] kemur fram að alls voru 683 rúm á stofnuninni. Af þeim voru 218 í einbýli, 304 í tvíbýli, 75 í þríbýli, 48 í fjórbýli og 10 í fimmbýli. Eingöngu voru 9 stofur ætlaðar sjúklingum í varnareinangrun, 13 fyrir sjúklinga í snertismitseinangrun og 6 fyrir sjúklinga í úðasmitseinangrun. Því þurfa 64% sjúklinga spítalans að deila stofu með öðrum og eingöngu 10% sjúklinga hafa aðgengi að sér salerni. Frá því að skýrslan var gefin út hefur opnum rúmum heldur fækkað.49 utan sjúklingastofa Ef skoðaðar eru rauntölur frá spítalanum kemur í ljós að utan faraldurstímabila er algengt að 30-40 sjúklingar séu í einangrun. Þegar einangranir eru fleiri en 40 er erfitt að finna einbýli og salerni fyrir sjúklinga og ef einangranir ná 50 er ekki hægt að tryggja að hægt sé að einangra skv. leiðbeiningum, það eru hreinlega ekki til næg salerni á stofnuninni. Fimmtudaginn 5. janúar 2017 voru um 670 sjúklingar á spítalanum og þar af 50 í einangrun og má rekja þennan fjölda einangrana m.a. til flensu og annarra öndunarfæraveira sem herja á landsmenn þessa dagana. Þann 12. janúar voru 667 sjúklingar inniliggjandi og af þeim voru 40 í einangrun en upplýsingar skorti um þá sem voru í einangrun á göngu- og bráðadeildum. Þennan dag voru 49 fleiri sjúklingar inniliggjandi en skráð opin rúm (sem voru 618), það þýðir að það voru 49 sjúklingar á gangi eða öðrum rýmum sem eru ekki ætluð sem sjúklingastofur. Faghópur um hjúkrun sjúklinga með sýkingar á Landspítala lýsir yfir áhyggjum sínum varðandi húsnæði Landspítalans. Með vaxandi fjölgun ferðamanna til Íslands og aukningu á ferðalögum Íslendinga fjölgar þeim sem þarf að einangra þegar þeir leita til Landspítala. Þessir einstaklingar eru líklegri til að vera með ónæmar bakteríur þar sem þær eru mun algengari erlendis og á flensutíma getur hreinlega verið vandamál að finna legupláss fyrir sjúklinga sem þarfnast einangrunar. Bygging nýs spítala þar sem öll herbergi eru einbýli með sér salerni og sturtu er mikilvægt skref til að stemma stigu við dreifingu ónæmra baktería innan stofnunarinnar og eykur á þann hátt öryggi sjúklinga. Bygging nýs spítala er að okkar mati forgangsmál þjóðarinnar allrar og öll töf bitnar á sjúklingum sem þurfa að nota þjónustu stofnunarinnar. Því hvetjum við til áframhaldandi uppbyggingar nýs spítala við Hringbraut og að framkvæmdum verði flýtt. [1] The evolving threat of antimicrobial resistance - Options for action á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar www.who.int [2] GREINING LEGUDEILDA, STÆRÐIR-FJÖLDI-ÁSTAND-VIÐHALDSÞÖRF, apríl 2014, á heimasíðu Landspítala, file:///C:/Users/asdiself/Downloads/LSH_legudeildir_skyrsla_250414%20(3).pdf Berglind Guðrún Chu formaður Ardís Henriksdóttir Ásdís Elfarsdóttir Jelle Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir Súsanna K. Knútsdóttir f. h. faghóps um hjúkrun sjúklinga með sýkingar Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar á Landspítala sem mynda faghóp um hjúkrun sjúklinga með sýkingar hvetja til að byggingu nýs spítala við Hringbraut verði hraðað eins og frekast er unnt og eru ýmsar ástæður fyrir því. Sífellt færist í vöxt að ónæmar bakteríur greinist hjá sjúklingum á Landspítala og valdi sýkingum sem getur verið erfitt eða illmögulegt að meðhöndla. Þessi þróun á sér stað um allan heim og nú er svo komið að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin metur sýklalyfjaónæmi baktería sem ógn við lýðheilsu[1]. Þó svo að við hér á landi greinum færri ónæmar bakteríur en í öðrum löndum er þróunin sú sama hérlendis. Til að koma í veg fyrir dreifingu ónæmra baktería innan sjúkrahúsa er meðal annars gripið til þess að einangra þá sjúklinga sem hafa greinst með þessar bakteríur. Einangrun krefst þess að sjúklingur sé í einbýli með sér salerni auk þess sem unnið er samkvæmt leiðbeiningum um einangrun. En það þarf að einangra fleiri en þá sem eru með ónæmar bakteríur. Þá sjúklinga sem eru með ákveðnar örverur sem smitast milli manna og valda sýkingum þarf einnig að einangra. Hér er um að ræða örverur eins og flensuveirur, Nóróveirur og margar fleiri veirur, bakteríur eins og S. pyogenes sem veldur streptókokkahálsbólgu, Cl. difficile sem veldur niðurgangi og margar fleiri bakteríur. Einangrun sjúklinga veldur auknu álagi á starfsfólk deilda og þar sem einbýli eru fá á Landspítala skapast vandamál við forgangsröðun þeirra sjúklinga sem dvelja á einbýlunum. Í skýrslu um húsnæði Landspítala frá apríl 2014[2] kemur fram að alls voru 683 rúm á stofnuninni. Af þeim voru 218 í einbýli, 304 í tvíbýli, 75 í þríbýli, 48 í fjórbýli og 10 í fimmbýli. Eingöngu voru 9 stofur ætlaðar sjúklingum í varnareinangrun, 13 fyrir sjúklinga í snertismitseinangrun og 6 fyrir sjúklinga í úðasmitseinangrun. Því þurfa 64% sjúklinga spítalans að deila stofu með öðrum og eingöngu 10% sjúklinga hafa aðgengi að sér salerni. Frá því að skýrslan var gefin út hefur opnum rúmum heldur fækkað.49 utan sjúklingastofa Ef skoðaðar eru rauntölur frá spítalanum kemur í ljós að utan faraldurstímabila er algengt að 30-40 sjúklingar séu í einangrun. Þegar einangranir eru fleiri en 40 er erfitt að finna einbýli og salerni fyrir sjúklinga og ef einangranir ná 50 er ekki hægt að tryggja að hægt sé að einangra skv. leiðbeiningum, það eru hreinlega ekki til næg salerni á stofnuninni. Fimmtudaginn 5. janúar 2017 voru um 670 sjúklingar á spítalanum og þar af 50 í einangrun og má rekja þennan fjölda einangrana m.a. til flensu og annarra öndunarfæraveira sem herja á landsmenn þessa dagana. Þann 12. janúar voru 667 sjúklingar inniliggjandi og af þeim voru 40 í einangrun en upplýsingar skorti um þá sem voru í einangrun á göngu- og bráðadeildum. Þennan dag voru 49 fleiri sjúklingar inniliggjandi en skráð opin rúm (sem voru 618), það þýðir að það voru 49 sjúklingar á gangi eða öðrum rýmum sem eru ekki ætluð sem sjúklingastofur. Faghópur um hjúkrun sjúklinga með sýkingar á Landspítala lýsir yfir áhyggjum sínum varðandi húsnæði Landspítalans. Með vaxandi fjölgun ferðamanna til Íslands og aukningu á ferðalögum Íslendinga fjölgar þeim sem þarf að einangra þegar þeir leita til Landspítala. Þessir einstaklingar eru líklegri til að vera með ónæmar bakteríur þar sem þær eru mun algengari erlendis og á flensutíma getur hreinlega verið vandamál að finna legupláss fyrir sjúklinga sem þarfnast einangrunar. Bygging nýs spítala þar sem öll herbergi eru einbýli með sér salerni og sturtu er mikilvægt skref til að stemma stigu við dreifingu ónæmra baktería innan stofnunarinnar og eykur á þann hátt öryggi sjúklinga. Bygging nýs spítala er að okkar mati forgangsmál þjóðarinnar allrar og öll töf bitnar á sjúklingum sem þurfa að nota þjónustu stofnunarinnar. Því hvetjum við til áframhaldandi uppbyggingar nýs spítala við Hringbraut og að framkvæmdum verði flýtt. [1] The evolving threat of antimicrobial resistance - Options for action á heimasíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar www.who.int [2] GREINING LEGUDEILDA, STÆRÐIR-FJÖLDI-ÁSTAND-VIÐHALDSÞÖRF, apríl 2014, á heimasíðu Landspítala, file:///C:/Users/asdiself/Downloads/LSH_legudeildir_skyrsla_250414%20(3).pdf Berglind Guðrún Chu formaður Ardís Henriksdóttir Ásdís Elfarsdóttir Jelle Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir Súsanna K. Knútsdóttir f. h. faghóps um hjúkrun sjúklinga með sýkingar Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun