Innlent

Skemmtilegasta lögga landsins - sjáðu myndböndin

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson hefur birt myndbönd á Facebook síðu sinni, sem vöktu mikla athygli. Í myndböndunum hvetur Birgir fólk til að gefa sér góðan tíma í umferðinni, kvera kurteist og auðvitað að brosa.

„Ég vildi hvetja fólk að vera með jákvætt hugarfar og setja sig í rétta gírinn áður en farið er af stað. Þetta er brjálæði þessa dagana. Það er bara þannig og það er nauðsynlegt að hafa bara gaman af þessu. Að brosa,“ segir Birgir.

Birgir, sem segist vera mikið jólabarn, er varðstjóri hjá lögreglunni á Hafnarfjarðarsvæðinu og hefur starfað sem lögreglumaður frá árinu 2004.

Myndbönd Birgis hafa vakið mikla athygli og hefur hann fengið mikil viðbrögð vegna þeirra. „Þetta var sett inn í gríni en ég er búinn að fá hellingsviðbrögð. Ég veit svo sem ekki af hverju það er, en ég held að fólki finnist gaman að sjá lögreglumenn gera grín að sjálfum sér og taka sig ekki of alvarlega,“ segir Birgir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×