Óttast að grunnskólaframkvæmdir valdi þenslu á Siglufirði Elimar Hauksson skrifar 20. desember 2013 07:15 Iðnaðarmenn skora á bæjarstjórn Fjallabyggðar að fresta framkvæmdum en mikill uppgangur er nú á Siglufirði. Iðnaðarmenn í Fjallabyggð hafa sent bæjarstjórn Fjallabyggðar undirskriftalista þar sem þeir skora á bæjarstjórn að fresta fyrirhugaðri viðbyggingu á Grunnskóla Fjallabyggðar sem til stendur að reisa í byrjun næsta árs. Ástæða áskorunarinnar er sú að að iðnaðarmenn eru uppteknir við framkvæmdir á Hótel Rauðku sem mun rísa á Siglufirði en þeir telja að framkvæmdatími þessara verka muni skarast og því eigi þeir ekki möguleika á að starfa við við bæði verkin. Iðnaðarmennirnir hafa áhyggjur af því að óbreytt verkefnastaða muni valda mikilli þenslu á skömmum tíma og hvetja því bæjarstjórn til að jafna út álagið og fresta skólaframkvæmdum. Framkvæmdir á svokölluðum grunnskólareit á Þórmóðseyri á Siglufirði hafa verið umdeildar en bæði deiliskipulag og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu skólans var kært til úrskurðarnefndar umferfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin hafnaði ógildingu og var málið tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar 12. desember síðastliðinn.Tillaga um frestun framkvæmda felldÍ framhaldi af niðurstöðu úrskurðarnefndar fól bæjarráð bæjarstjóra að bjóða verkið út hið fyrsta. Í upphafi umfjöllunar las forseti bæjarstjórnar áskorun iðnaðarmanna og í kjölfarið lagði bæjarfulltrúi framsóknarmanna, Sólrún Júlíusdóttir, fram tillögu þess efnis að öllum framkvæmdum við Grunnskólann yrði frestað og málinu yrði vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar. Sú tillaga var hins vegar felld með fimm atkvæðum gegn þremur. Sólrún hefur áhyggjur af þensluáhrifum framkvæmdanna og segir að þrátt fyrir að verk séu boðin út á landsvísu, þá hafi reynslan verið sú að sótt hafi verið í undirverktaka í heimabyggð. Sveitarfélög eigi alls ekki að ýta undir of mikla þenslu á skömmum tíma þegar einkaaðilar séu tilbúnir til framkvæmda. „Ég tel að sveitarfélagið eigi ekki að fara í stórframkvæmd, meðan einkaaðili er tilbúinn að fara í svo kostnaðarsama framkvæmd. það eru ekki öll sveitarfélög sem eru svo heppin að hafa einkaaðila sem tilbúinn er að fjárfesta fyrir einn og hálfan milljarð í framkvæmdum á svæðinu," segir Sólrún. Hún vísar þar til athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar sem hefur fjárfest umtalsvert á svæðinu, meðal annars í ferðaþjónustu og í kringum líftæknifyrirtækið Genis.Bæjarstjóri segir einungis verið að uppfylla lögboðnar skyldur Sigurður Valur Ásbjarnarson er bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann segir sveitarfélagið eingöngu vera að uppfylla lögbundnar skyldur með því að klára framkvæmdirnar. „Skólabyggingin sem um ræðir er að rúmmáli og flatarmáli um það bil 15% af þeirri framkvæmd sem hún rekst á við. þessi framkvæmd er því ekki stór í sniðum. það breytir því ekki að menn hafi áhyggjur af þensluáhrifum. Það hefur verið markmið þessarar bæjarstjórnar frá kosningum að sameina skólabyggingar úr tveimur í eina, bæði á Ólafsfirði og Siglufirði. Með þessari framkvæmd er þeim markmiðum náð og grunnskólinn í Fjallabyggð verður því í sama dúr og önnur sveitarfélög eru með sína skóla," segir Sigurður. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Iðnaðarmenn í Fjallabyggð hafa sent bæjarstjórn Fjallabyggðar undirskriftalista þar sem þeir skora á bæjarstjórn að fresta fyrirhugaðri viðbyggingu á Grunnskóla Fjallabyggðar sem til stendur að reisa í byrjun næsta árs. Ástæða áskorunarinnar er sú að að iðnaðarmenn eru uppteknir við framkvæmdir á Hótel Rauðku sem mun rísa á Siglufirði en þeir telja að framkvæmdatími þessara verka muni skarast og því eigi þeir ekki möguleika á að starfa við við bæði verkin. Iðnaðarmennirnir hafa áhyggjur af því að óbreytt verkefnastaða muni valda mikilli þenslu á skömmum tíma og hvetja því bæjarstjórn til að jafna út álagið og fresta skólaframkvæmdum. Framkvæmdir á svokölluðum grunnskólareit á Þórmóðseyri á Siglufirði hafa verið umdeildar en bæði deiliskipulag og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu skólans var kært til úrskurðarnefndar umferfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin hafnaði ógildingu og var málið tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar 12. desember síðastliðinn.Tillaga um frestun framkvæmda felldÍ framhaldi af niðurstöðu úrskurðarnefndar fól bæjarráð bæjarstjóra að bjóða verkið út hið fyrsta. Í upphafi umfjöllunar las forseti bæjarstjórnar áskorun iðnaðarmanna og í kjölfarið lagði bæjarfulltrúi framsóknarmanna, Sólrún Júlíusdóttir, fram tillögu þess efnis að öllum framkvæmdum við Grunnskólann yrði frestað og málinu yrði vísað til bæjarráðs til frekari skoðunar. Sú tillaga var hins vegar felld með fimm atkvæðum gegn þremur. Sólrún hefur áhyggjur af þensluáhrifum framkvæmdanna og segir að þrátt fyrir að verk séu boðin út á landsvísu, þá hafi reynslan verið sú að sótt hafi verið í undirverktaka í heimabyggð. Sveitarfélög eigi alls ekki að ýta undir of mikla þenslu á skömmum tíma þegar einkaaðilar séu tilbúnir til framkvæmda. „Ég tel að sveitarfélagið eigi ekki að fara í stórframkvæmd, meðan einkaaðili er tilbúinn að fara í svo kostnaðarsama framkvæmd. það eru ekki öll sveitarfélög sem eru svo heppin að hafa einkaaðila sem tilbúinn er að fjárfesta fyrir einn og hálfan milljarð í framkvæmdum á svæðinu," segir Sólrún. Hún vísar þar til athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar sem hefur fjárfest umtalsvert á svæðinu, meðal annars í ferðaþjónustu og í kringum líftæknifyrirtækið Genis.Bæjarstjóri segir einungis verið að uppfylla lögboðnar skyldur Sigurður Valur Ásbjarnarson er bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann segir sveitarfélagið eingöngu vera að uppfylla lögbundnar skyldur með því að klára framkvæmdirnar. „Skólabyggingin sem um ræðir er að rúmmáli og flatarmáli um það bil 15% af þeirri framkvæmd sem hún rekst á við. þessi framkvæmd er því ekki stór í sniðum. það breytir því ekki að menn hafi áhyggjur af þensluáhrifum. Það hefur verið markmið þessarar bæjarstjórnar frá kosningum að sameina skólabyggingar úr tveimur í eina, bæði á Ólafsfirði og Siglufirði. Með þessari framkvæmd er þeim markmiðum náð og grunnskólinn í Fjallabyggð verður því í sama dúr og önnur sveitarfélög eru með sína skóla," segir Sigurður.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira