Erlent

Enn mikil ólga í Grikklandi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lögreglumaður glímir við einn óeirðaseggjanna.
Lögreglumaður glímir við einn óeirðaseggjanna. MYND/AFP/Getty Images

Enn er allt í hers höndum í Grikklandi eftir að lögregla skaut 15 ára pilt til bana í Aþenu á laugardaginn. Óeirðir brutust út í kjölfarið og hafa gríðarlegar skemmdir verið unnar í mörgum hverfum Aþenu, Þessalóníku og fleiri borga, kveikt í bílum og rúður brotnar í verslunum og opinberum byggingum.

Forsætisráðherra landsins hefur beðið foreldra drengsins afsökunar en almenningur er öskureiður. Lögregluþjónninn sem skaut drenginn er í gæsluvarðhaldi en hann mun hafa beitt vopni sínu af litlu tilefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×