Erlent

Olli banaslysi í umferðinni og flúði af sjúkrahúsi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tvítugur félagi í samtökunum AK-81, sem er eins konar stuðningshópur við vélhjólasamtökin Vítisengla, var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Árósum í Danmörku vegna gruns um að hafa orðið konu á sextugsaldri að bana í umferðarslysi, er hann ók gegn rauðu ljósi og á bíl hennar, en einnig fyrir að flýja af sjúkrahúsi sem hann og fjórir menn sem með honum voru í bílnum voru fluttir á til aðhlynningar.

Lögregla leitaði mannsins í nokkra klukkutíma eftir að hann hvarf af sjúkrahúsinu og var hann handtekinn þegar hann fannst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×