Innlent

Bæjarstjóri í baráttusæti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Listann skipa átta karlar og sex konur.
Listann skipa átta karlar og sex konur. mynd/aðsend
Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var samþykkt einróma á fjölmennum fundi félagsins í Hveragerði í kvöld.

Listann skipa átta karlar og sex konur.  Konurnar raðast ofarlega á listann en í efstu átta sætum er jafnt kynjahlutfall.

Aldís Hafsteinsdóttir, núverandi bæjarstjóri og bæjarstjóraefni sjálfstæðismanna er í baráttusætinu en Ninna Sif Svavarsdóttir prestur og forseti bæjarstjórnar leiðir listann. Eyþór Ólafsson verkfræðingur og öryggisstjóri skipar annað sætið og Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri skipar þriðja sætið.

Aðrir sem skipa framboðslista Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí næstkomandi eru eftirfarandi:

1.Ninna Sif Svavarsdóttir

2. Eyþór Ólafsson

3. Unnur Þormóðsdóttir

4. Aldís Hafsteinsdóttir

5. Þórhallur  Einisson

6.Friðrik Sigurbjörnsson

7. Berglind Sigurðardóttir

8. Birkir Sveinsson

9. Ingimar Guðmundsson

10. Alda Pálsdóttir

11.Jakob Fannar Hansen

12. Þorkell Pétursson

13. Sæunn Freydís Grímsdóttir

14. Örn Guðmundsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×