Umdeilt mál á fyrsta degi Brynhildur Pétursdóttir skrifar 26. júlí 2013 08:51 Fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar var að draga til baka áður boðaða hækkun á virðisaukaskatti á gistingu. Rökin eru kunnugleg; lægri skattar munu bæta samkeppnisstöðuna og skila meiri tekjum til lengri tíma. Það var einmitt það já. Árið 1994 var lagður 14% virðisaukaskattur á gistingu og árið 2007 var skatturinn lækkaður í 7%. Á síðasta þingi lagði ríkisstjórnin til að virðisaukaskattur á gistingu yrði hækkaður í 25,5% í samræmi við flestar vörur og þjónustu. Þingmenn Bjartrar framtíðar lögðust gegn svo hárri hækkun og gagnrýndu að hana bæri of brátt að. Seljendur þyrftu tíma til aðlögunar. Fallist var á þessi rök að hluta og ákveðið að setja gistingu í nýtt 14% skattþrep. Gert var ráð fyrir að skatturinn myndi skila ríkinu 500 milljónum í ár og 1.500 milljónum árið 2014 og eftirleiðis. Við vissum ekki betur en að sátt hefði verið um þessa niðurstöðu. Ferðaþjónustan er öflug atvinnugrein sem nýtur lágs gengis krónunnar og er aflögufær. Skatturinn er auk þess mest greiddur af ferðamönnum í erlendum gjaldeyri sem okkur bráðvantar. Í umræðum á þingi kom m.a. fram að gisting er um 11% af þeim heildarkostnaði sem ferðamaður leggur út vegna heimsóknar sinnar til Íslands. Hækkun um 7 prósentustig hefði því ekki úrslitaáhrif og er varla meira en flöktið á krónunni á „góðum“ degi. Þá var bent á að ferðaþjónustan greiðir 7% vask af gistingu en innheimtir 25,5% vask af keyptri vöru og þjónustu. Innskattur hefur því verið hærri en útskattur frá 2007. Það væri vissulega draumastaða að geta lækkað skatta og aukið tekjur á sama tíma. Ég held að þetta sé hins vegar ekki rétti tíminn til að láta reyna á þessa umdeildu kenningu. Ég andmæli því ekki að skattheimta getur orðið of mikil en í þessu tilfelli var engin ástæða til að draga í land. Staða ríkissjóðs er nefnilega mjög slæm eins og stjórnvöld uppgötvuðu jú skyndilega eftir kosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fyrsta mál nýrrar ríkisstjórnar var að draga til baka áður boðaða hækkun á virðisaukaskatti á gistingu. Rökin eru kunnugleg; lægri skattar munu bæta samkeppnisstöðuna og skila meiri tekjum til lengri tíma. Það var einmitt það já. Árið 1994 var lagður 14% virðisaukaskattur á gistingu og árið 2007 var skatturinn lækkaður í 7%. Á síðasta þingi lagði ríkisstjórnin til að virðisaukaskattur á gistingu yrði hækkaður í 25,5% í samræmi við flestar vörur og þjónustu. Þingmenn Bjartrar framtíðar lögðust gegn svo hárri hækkun og gagnrýndu að hana bæri of brátt að. Seljendur þyrftu tíma til aðlögunar. Fallist var á þessi rök að hluta og ákveðið að setja gistingu í nýtt 14% skattþrep. Gert var ráð fyrir að skatturinn myndi skila ríkinu 500 milljónum í ár og 1.500 milljónum árið 2014 og eftirleiðis. Við vissum ekki betur en að sátt hefði verið um þessa niðurstöðu. Ferðaþjónustan er öflug atvinnugrein sem nýtur lágs gengis krónunnar og er aflögufær. Skatturinn er auk þess mest greiddur af ferðamönnum í erlendum gjaldeyri sem okkur bráðvantar. Í umræðum á þingi kom m.a. fram að gisting er um 11% af þeim heildarkostnaði sem ferðamaður leggur út vegna heimsóknar sinnar til Íslands. Hækkun um 7 prósentustig hefði því ekki úrslitaáhrif og er varla meira en flöktið á krónunni á „góðum“ degi. Þá var bent á að ferðaþjónustan greiðir 7% vask af gistingu en innheimtir 25,5% vask af keyptri vöru og þjónustu. Innskattur hefur því verið hærri en útskattur frá 2007. Það væri vissulega draumastaða að geta lækkað skatta og aukið tekjur á sama tíma. Ég held að þetta sé hins vegar ekki rétti tíminn til að láta reyna á þessa umdeildu kenningu. Ég andmæli því ekki að skattheimta getur orðið of mikil en í þessu tilfelli var engin ástæða til að draga í land. Staða ríkissjóðs er nefnilega mjög slæm eins og stjórnvöld uppgötvuðu jú skyndilega eftir kosningar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun