Lífið

Kallinn á kæjanum

Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Hinn helmassaði ofurhnakki Egill Gilzenegger heldur áfram með pistlana sína, Kallinn á kæjanum. Í dag tekur hann fyrir þjóðfélagshópinn trefla. Hann lýsir treflunum af slíkri kostgæfni að flestir ættu að geta áttað sig á hvaða kaffihúsaspírur eru þar á ferð. Treflar! Að vera hnakki er gott líf Sæææææææææælar! Það er alltaf mikið hitamál hvort er meira töff að vera trefill eða hnakki. Fyrir mér hefur það aldrei verið nein spurning. Að sitja á kaffihúsi í ullar- eða flauelsfrakka með trefil og Kaffi latté á kantinum heillar mig bara nákvæmlega ekkert. Að vera hnakki er gott líf. Maður getur farið í ljós af og til, kíkt í gymmið, farið í strípur, hugsað almennilega um útlitið og það er bara fullkomnlega eðlilegt. Við kapparnir reyndum nú að setja okkur í spor treflana núna um daginn þegar við héldum treflakvöld. Þá mátti enginn af okkur fara í ljós, þurftum að nota PPS Sculpt It-gelið sem kostar 199 krónur í 11/11 og máttum ekki snerta Osmo Essence Aqua-vaxið hans Robba í Carter. Splæstum í ljótustu treflana sem við fundum og reyndum bara alveg að vera "útaðdrulla". En það gekk ekkert að dulbúa okkur sem trefla, erum greinilega of miklir hnakkar. Klæddu Brad Pitt í flauelsfrakka og trefil, hann verður samt alltaf Brad Pitt. En þið vitið kannski ekkert um hvað ég er að tala þegar ég segi trefill. Ég ætla að útskýra það í stuttu máli. Hvernig má þekkja trefilinn eftir útliti: Skjannahvítir – illa klipptir – vaxnir eins og Montgomery Burns – ganga í prjónafötum (þeim finnst meira að segja ullarnærföt töff) - yfirleitt með bauga – svipuð tannhirða og Austin Powers og flestir skelfilega andfúlir – ganga í gúmmítúttum – oftar en ekki nefmæltir – illa rakaðir (yfirleitt með hýjung og þeim finnst það fokking geðveikt) – hoknir með innfallinn brjóstkassa – reyna bara oftast að vera illa til hafðir því þeim finnst það vera flottast: "Það er bara ég skilurru, ég er bara ég." Afganginn af pistli Gilzeneggers má lesa í Fókus, sem fylgir DV í dag. Auk hans er blaðið pakkað efni eins og venjulega, með allt um kúltúr unga fólksins, skemmtistaðina, bíómyndirnar, sýningarnar og tónlistina. Tékkið líka á síðasta pistli Gilzeneggers, Bitrar kellingar á blogginu, og heimasíðunni hans,kallarnir.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.