Kallinn á kæjanum 13. október 2005 15:31 Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Hinn helmassaði ofurhnakki Egill Gilzenegger heldur áfram með pistlana sína, Kallinn á kæjanum. Í dag tekur hann fyrir þjóðfélagshópinn trefla. Hann lýsir treflunum af slíkri kostgæfni að flestir ættu að geta áttað sig á hvaða kaffihúsaspírur eru þar á ferð. Treflar! Að vera hnakki er gott líf Sæææææææææælar! Það er alltaf mikið hitamál hvort er meira töff að vera trefill eða hnakki. Fyrir mér hefur það aldrei verið nein spurning. Að sitja á kaffihúsi í ullar- eða flauelsfrakka með trefil og Kaffi latté á kantinum heillar mig bara nákvæmlega ekkert. Að vera hnakki er gott líf. Maður getur farið í ljós af og til, kíkt í gymmið, farið í strípur, hugsað almennilega um útlitið og það er bara fullkomnlega eðlilegt. Við kapparnir reyndum nú að setja okkur í spor treflana núna um daginn þegar við héldum treflakvöld. Þá mátti enginn af okkur fara í ljós, þurftum að nota PPS Sculpt It-gelið sem kostar 199 krónur í 11/11 og máttum ekki snerta Osmo Essence Aqua-vaxið hans Robba í Carter. Splæstum í ljótustu treflana sem við fundum og reyndum bara alveg að vera "útaðdrulla". En það gekk ekkert að dulbúa okkur sem trefla, erum greinilega of miklir hnakkar. Klæddu Brad Pitt í flauelsfrakka og trefil, hann verður samt alltaf Brad Pitt. En þið vitið kannski ekkert um hvað ég er að tala þegar ég segi trefill. Ég ætla að útskýra það í stuttu máli. Hvernig má þekkja trefilinn eftir útliti: Skjannahvítir – illa klipptir – vaxnir eins og Montgomery Burns – ganga í prjónafötum (þeim finnst meira að segja ullarnærföt töff) - yfirleitt með bauga – svipuð tannhirða og Austin Powers og flestir skelfilega andfúlir – ganga í gúmmítúttum – oftar en ekki nefmæltir – illa rakaðir (yfirleitt með hýjung og þeim finnst það fokking geðveikt) – hoknir með innfallinn brjóstkassa – reyna bara oftast að vera illa til hafðir því þeim finnst það vera flottast: "Það er bara ég skilurru, ég er bara ég." Afganginn af pistli Gilzeneggers má lesa í Fókus, sem fylgir DV í dag. Auk hans er blaðið pakkað efni eins og venjulega, með allt um kúltúr unga fólksins, skemmtistaðina, bíómyndirnar, sýningarnar og tónlistina. Tékkið líka á síðasta pistli Gilzeneggers, Bitrar kellingar á blogginu, og heimasíðunni hans,kallarnir.is. Menning Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Hinn helmassaði ofurhnakki Egill Gilzenegger heldur áfram með pistlana sína, Kallinn á kæjanum. Í dag tekur hann fyrir þjóðfélagshópinn trefla. Hann lýsir treflunum af slíkri kostgæfni að flestir ættu að geta áttað sig á hvaða kaffihúsaspírur eru þar á ferð. Treflar! Að vera hnakki er gott líf Sæææææææææælar! Það er alltaf mikið hitamál hvort er meira töff að vera trefill eða hnakki. Fyrir mér hefur það aldrei verið nein spurning. Að sitja á kaffihúsi í ullar- eða flauelsfrakka með trefil og Kaffi latté á kantinum heillar mig bara nákvæmlega ekkert. Að vera hnakki er gott líf. Maður getur farið í ljós af og til, kíkt í gymmið, farið í strípur, hugsað almennilega um útlitið og það er bara fullkomnlega eðlilegt. Við kapparnir reyndum nú að setja okkur í spor treflana núna um daginn þegar við héldum treflakvöld. Þá mátti enginn af okkur fara í ljós, þurftum að nota PPS Sculpt It-gelið sem kostar 199 krónur í 11/11 og máttum ekki snerta Osmo Essence Aqua-vaxið hans Robba í Carter. Splæstum í ljótustu treflana sem við fundum og reyndum bara alveg að vera "útaðdrulla". En það gekk ekkert að dulbúa okkur sem trefla, erum greinilega of miklir hnakkar. Klæddu Brad Pitt í flauelsfrakka og trefil, hann verður samt alltaf Brad Pitt. En þið vitið kannski ekkert um hvað ég er að tala þegar ég segi trefill. Ég ætla að útskýra það í stuttu máli. Hvernig má þekkja trefilinn eftir útliti: Skjannahvítir – illa klipptir – vaxnir eins og Montgomery Burns – ganga í prjónafötum (þeim finnst meira að segja ullarnærföt töff) - yfirleitt með bauga – svipuð tannhirða og Austin Powers og flestir skelfilega andfúlir – ganga í gúmmítúttum – oftar en ekki nefmæltir – illa rakaðir (yfirleitt með hýjung og þeim finnst það fokking geðveikt) – hoknir með innfallinn brjóstkassa – reyna bara oftast að vera illa til hafðir því þeim finnst það vera flottast: "Það er bara ég skilurru, ég er bara ég." Afganginn af pistli Gilzeneggers má lesa í Fókus, sem fylgir DV í dag. Auk hans er blaðið pakkað efni eins og venjulega, með allt um kúltúr unga fólksins, skemmtistaðina, bíómyndirnar, sýningarnar og tónlistina. Tékkið líka á síðasta pistli Gilzeneggers, Bitrar kellingar á blogginu, og heimasíðunni hans,kallarnir.is.
Menning Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira