Lífið

Ekki meira kók fyrir Keith

Keith Richards, krumpaðasti rokkari sögunnar má ekki lengur fá sér kókaín. „Ég er að taka inn lyf sem heitir Dilantin sem þýðir að ég má ekki taka inn kókaín, sem er svosem í lagi mín vegna," sagði Keith Richards í viðtali eftir að hann tók við verðlaunum fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinn Pirates of the Caribbean á föstudaginn.

Keith sem í gegnum tíðina hefur lifað ansi frjálslegu lífi hefur tekið inn lyfið Dilantin, sem á að róa taugar í heilanum, eftir að hann féll úr pálmatréi á Fiji eyjum fyrir 18 mánuðum síðan. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Keith grínast með fortíð sína á ólöglegum lyfjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.