Lífið

Paris Hilton vekur litla lukku í Dominatrix búningi

Paris í gallanum.
Paris í gallanum.
Henni Paris Hilton er margt til lista lagt. Nú flaggar hún leikhæfileikunum í sýnishorni af nýjustu kvikmynd sinni, vísindahryllingssöngleiknum, "Repo! The Genetic Opera".

Myndin gerist í framtíðinni þegar faraldur líffærabilana geisar. Lífvísindafyrirtæki nokkuð byrjar að framleiða og selja líffæri á raðgreiðslum til þeirra sem ekki hafa efni á því að kaupa þau. Standi menn ekki við greiðslur eru líffærin hinsvegar gerð upptæk af sérþjálfuðum starfsmönnum fyrirtækisins.

Persóna Hilton heitir Amber Sweet. Henni bregður fyrir í örskotsstund í sýnishorninu, í dominatrix búningi með svarta hárkollu. Vefsíðan TMZ varar við sýnishorninu, sem hún segir geta valdið ógleði.

Þetta er sextánda myndin sem Hilton leikur í, fyrir utan heimsfrægt heimamyndband hennar, ,,One Night in Paris". Flestar hafa myndirnar farið beint á DVD, og sitja þrjár þeirra á lista IMDB yfir 100 verstu myndir allra tíma.

Dæmi hver fyrir sig.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.