Lífið

Hertogaynjan vill hjálpa Britney Spears

Sarah Fergusson
Sarah Fergusson MYND/Getty
Hertogaynjan af York, Sarah Fergusson, sagði í sjónvarpsviðtali á dögunum að hún myndi vilja geta hjálpað Britney Spears. Hertogaynjan, sem hefur sjálf orðið fyrir miklu áreiti fjölmiðla, sagði að hún fengi sting í hjartað þegar hún fylgist með poppdívunni sökkva dýpra og dýpra. Þá sagði Fergusson að það að fylgjast með vandræðaganginum drægi fram móðureðlið í sér.

Sjálf sagðist hertogaynjan ala tvær dætur sínar upp í því að þær ættu að vera þakklátar fyrir það sem þær hefðu í lífinu. Þrátt fyrir að þær væru hundeltar af paparössum ættu þær að brosa, því það væru ekki allir jafn lánsamir og þær.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.