Erlent

Bað lögreglu um að fá að reykja maríjúana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Furðu lostinn lögregluþjónn í Muncie í Indiana-ríki Bandaríkjanna handtók rúmlega þrítuga konu sem var farþegi í bifreið sem hann stöðvaði. Þetta gerði lögregluþjónninn þegar hann hafði orðið við ósk konunnar um að fá að kveikja sér í vindlingi.

Í stað hefðbundinnar sígarettu dró konan þá upp maríjúana-vindling og bar eld að honum fyrir framan lögregluþjóninn sem trúði ekki sínum eigin augum. Hann tók konuna þegar höndum en hún hefur verið látin laus gegn tryggingu. Ekki tókst blaðamanni Chicago Tribune þó að hafa upp á hinni grunuðu þar sem lögreglu láðist að taka niður símanúmer hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×