Magnaður Curry leiddi Warriors til sigurs Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. desember 2018 07:30 Það er eins og Curry hafi ekki misst neitt úr vísir/getty Stephen Curry er nýstiginn upp úr meiðslum en það kom ekki að sök þegar Golden State Warriors mætti Atlanta Hawks í NBA deildinni í nótt. Curry setti 30 stig á 29 mínútum í sigri Warriors. Leikurinn var aðeins annar leikur Curry eftir nokkurra vikna fjarveru en það var ekki að sjá á honum. Hann einn og sér skoraði fleiri stig í fyrsta leikhluta heldur en allt lið Atlanta. Curry var með 18 af 34 stigum Warriors gegn 17 stigum Hawks í leikhlutanum. Hann setti fjögur af fimm þriggja stiga skotum sínum í leikhlutanum niður. „Ég er bara að reyna að finna taktinn aftur. Það er gott að ná inn nokkrum skotum snemma. Við settum tóninn í leiknum snemma, við þurftum á útisigri að halda,“ sagði Curry eftir leikinn. Curry var samtals með 30 stig í leiknum og félagar hans tveir í gullna tríói liðsins, Kevin Durant og Klay Thompson, settu 28 og 27 stig hvor í 128-111 sigri.Steph Curry scores 30 PTS in Atlanta, including 18 in the opening quarter! #DubNationpic.twitter.com/uUGwdz6WGu — NBA (@NBA) December 4, 2018 Stórstjarnan í Denver, Nikola Jokic, átti enn einn frábæra leikinn þegar strákarnir í Denver Nuggets sóttu Toronto Raptors heim. Jokic var með þrefalda tvennu, skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og sendi félögum sínum 15 stoðsendingar í 106-103 sigrinum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Jokic nær þrefaldri tvennu. Jokic kom Nuggets yfir af vítalínunni þegar 7 sekúndur voru eftir og setti tvö vítaskot til viðbótar með 5,6 sekúndur á klukkunni. Kyle Lowry reyndi flautukörfu til þess að jafna leikinn fyrir Raptors en skotið fór af hringnum og Denver fagnaði sigri. Sigurinn tók Nuggets upp við hlið LA Clippers á toppi Vesturdeildarinnar með 16-7 sigurhlutfall. Sigurinn kostaði þó sitt, Gary Harris meiddist á nára í leiknum og fer í myndatöku í dag. Harris hafði sett þrjú stig á níu mínútum í fyrsta leikhluta en meiddist undir lok hans og gat ekkert tekið þátt í leiknum eftir það.Nikola Jokic tallies his 18th career triple-double in Toronto. 23 PTS - 15 ASTS - 11 REBS pic.twitter.com/r8MDFRzuq3 — NBA (@NBA) December 4, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Oklahoma City Thunder 83-110 Atlanta Hawks - Golden State Warriors 111-128 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 97-99 New York Knicks - Washington Wizards 107-110 Toronto Raptors - Denver Nuggets 103-106 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 103-91 New Orleans Pelicans - LA Clippers 126-129 NBA Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Stephen Curry er nýstiginn upp úr meiðslum en það kom ekki að sök þegar Golden State Warriors mætti Atlanta Hawks í NBA deildinni í nótt. Curry setti 30 stig á 29 mínútum í sigri Warriors. Leikurinn var aðeins annar leikur Curry eftir nokkurra vikna fjarveru en það var ekki að sjá á honum. Hann einn og sér skoraði fleiri stig í fyrsta leikhluta heldur en allt lið Atlanta. Curry var með 18 af 34 stigum Warriors gegn 17 stigum Hawks í leikhlutanum. Hann setti fjögur af fimm þriggja stiga skotum sínum í leikhlutanum niður. „Ég er bara að reyna að finna taktinn aftur. Það er gott að ná inn nokkrum skotum snemma. Við settum tóninn í leiknum snemma, við þurftum á útisigri að halda,“ sagði Curry eftir leikinn. Curry var samtals með 30 stig í leiknum og félagar hans tveir í gullna tríói liðsins, Kevin Durant og Klay Thompson, settu 28 og 27 stig hvor í 128-111 sigri.Steph Curry scores 30 PTS in Atlanta, including 18 in the opening quarter! #DubNationpic.twitter.com/uUGwdz6WGu — NBA (@NBA) December 4, 2018 Stórstjarnan í Denver, Nikola Jokic, átti enn einn frábæra leikinn þegar strákarnir í Denver Nuggets sóttu Toronto Raptors heim. Jokic var með þrefalda tvennu, skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og sendi félögum sínum 15 stoðsendingar í 106-103 sigrinum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Jokic nær þrefaldri tvennu. Jokic kom Nuggets yfir af vítalínunni þegar 7 sekúndur voru eftir og setti tvö vítaskot til viðbótar með 5,6 sekúndur á klukkunni. Kyle Lowry reyndi flautukörfu til þess að jafna leikinn fyrir Raptors en skotið fór af hringnum og Denver fagnaði sigri. Sigurinn tók Nuggets upp við hlið LA Clippers á toppi Vesturdeildarinnar með 16-7 sigurhlutfall. Sigurinn kostaði þó sitt, Gary Harris meiddist á nára í leiknum og fer í myndatöku í dag. Harris hafði sett þrjú stig á níu mínútum í fyrsta leikhluta en meiddist undir lok hans og gat ekkert tekið þátt í leiknum eftir það.Nikola Jokic tallies his 18th career triple-double in Toronto. 23 PTS - 15 ASTS - 11 REBS pic.twitter.com/r8MDFRzuq3 — NBA (@NBA) December 4, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Oklahoma City Thunder 83-110 Atlanta Hawks - Golden State Warriors 111-128 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 97-99 New York Knicks - Washington Wizards 107-110 Toronto Raptors - Denver Nuggets 103-106 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 103-91 New Orleans Pelicans - LA Clippers 126-129
NBA Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira