Erlent

Músin er fertug

Tölvumúsin er fertug í dag. Þann níunda desember árið 1968 kynnti uppfinningarmaðurinn Douglas Engelbart nýtt tæki sem átti eftir að gjörbreyta því hvernig fólk notar tölvur.

Músin sem Engelbart sýndi á Fall Joint tölvuráðstefnunni var úr tré og hafði einn hnapp. Hún átti þó eftir að verða grunnurinn að þeim vél og hugbúnaði sem milljónir manna um heim allan nota á degi hverjum.

Hátíðarhöld í tilefni afmælisins verða í Kaliforníu í dag, og verða margir þeirra sem unnu að fyrstu músinni viðstaddir þau.

Kynningu Engelbarts á músinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×