Lífið

Miðasala á tónleika Larsens hafin

Miðasala á tónleika Kims Larsens hófst klukkan 10 í morgun en miðasala fer fram í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg og á midi.is. Tónleikarnir fara fram á Nasa 26. og 27. ágúst. Fréttastofa Bylgjunnar hefur verið að reyna að ná sambandi við 12 Tóna í morgun en ekki náð í gegn og má þar af leiðandi gera ráð fyrir að sala hafi farið vel af stað. Þetta verður í þriðja skiptið sem Kim Larsen heldur tónleika hér á landi en síðast kom hann fyrir 17 árum eða árið 1988 þegar hann tróð upp á Gauki á Stöng.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.