Ekkert fararsnið á Atla Magnús Már Guðmundsson skrifar 16. desember 2010 22:32 Atli Gíslason, þingmaður VG. Mynd/GVA „Ég þykist vita að flokkurinn standi nógu lýðræðislega sterkum fótum til að þola þessa umræðu," segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna. Hann segir ekkert fararsnið á sér. „Ég er rótgróinn í flokknum eins og eikartré. Ég er að vona að flokkurinn fari ekki of langt frá mér og stefnumiðum sínum." Atli var einn þriggja þingmanna VG sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í dag sem var samþykkt með minnstum mögulegum meirihluta á Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að um alvarlegan atburð væri að ræða. Í samtali við RÚV sagði hann auk þess að þremenningunum væri tæplega sætt í þingflokknum. „Nei, tæplega eins og ekkert hafi í skorist því þetta er nokkuð erfið uppákoma,“ sagði Steingrímur. Þremenningarnir eru boðberar nýrrar stjórnmálamenningar, að mati Atla. „Íslensk stjórnmálamenning fékk falleinkunn í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Sérstaklega í 8. bindi siðanefndarinnar. Við erum að reyna að tileinka okkur boðskap þessarar siðanefndar og breyta íslenskri stjórnmálamenningu. Koma upp úr skotgröfum og foringjaræði og öðru slíku og vinna lýðræðislega saman." Auk þess segir Atli: „Tímarnir eru að breytast rétt eins og Bob Dylan sagði í sínu ágæta lagi Times they are changing." Atli segist hafa verið í sambandi við Lilju og Ásmund Daða í kvöld auk fjölmargra flokksmanna. „Ég hef fengið skeyti í kvöld. Flest eru hrósskeyti en sum eru fyrir neðan mitti. Það er bara þannig en ég að reyna að ástunda málefnalega pólitík." Atli viðurkennir að það sé ekki auðvelt að eiga í átökum og deilum við eigin flokksfélaga. Um Steingrím segir hann: „Við höfum báðir þroska til að ræða þessa hluti." Tengdar fréttir Þrír þingmenn VG styðja ekki fjárlagafrumvarpið Þrír þingmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs munu ekki styðja fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið hófst laust eftir klukkan ellefu í morgun. Þingmennirnir sem telja sig ekki geta stutt frumvarpið eru Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason. 16. desember 2010 11:36 „Hverjum er sætt í þingflokknum?“ Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir engan mun á stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar hvað niðurskurð hjá hinu opinbera varðar. „Spurning hverjum er sætt í þingflokknum. Þeim sem fylgja eftir vilja félaganna og ályktunum flokksins eða þeim sem afvegaleiðast innan múra valdsins,“ segir Lilja á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar vísar hún til ummæla Steingríms J. Sigfússonar í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Þar sagði Steingrímur að Lilju, Atla Gíslasyni og Ásmundi Daða Einarssyni væri tæplega sætt í þingflokknum. „Nei, tæplega eins og ekkert hafi í skorist því þetta er nokkuð erfið uppákoma.“ 16. desember 2010 20:59 Framtíð stjórnarsamstarfsins í óvissu Framtíð stjórnarsamstarfsins er í óvissu eftir að þrír þingmenn Vinstri grænna sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í dag, sem var samþykkt með minnstum mögulegum meirihluta á Alþingi. Fjármálaráðherra segir afstöðu þingmannanna vonbrigði og forsætisráðherra segir ekki ljóst hvort hægt sé að treysta á stuðning þremenninganna í framtíðinni. 16. desember 2010 18:50 Meira skorið niður í velferðarmálum en í stjórnsýslunni Á sama tíma og skorið er verulega niður í mörgum mikilvægum málaflokkum þá er lítið skorið niður í æðstu stjórnsýslu ríkisins, segja þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason í yfirlýsingu sem þau samþykktu fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. 16. desember 2010 16:17 Steingrímur vonsvikinn með flokksfélagana Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður VG, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með að þrír þingmenn flokksins skuli hafi ákveðið að sitja hjá í afgreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. Fjárlögin voru samþykkt með 32 atkvæðum en 31 þingmaður sat hjá, þar á meðal þingmenn VG, þau Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason. 16. desember 2010 15:48 Fjárlagafrumvarpið samþykkt Þrjátíu og tveir þingmenn greiddu fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt, en atkvæðagreiðslu lauk laust eftir klukkan eitt í dag. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, hafði fyrirfram gert grein fyrir því að hún og samflokksmenn hennar, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, myndu ekki greiða frumvarpinu atkvæði sitt. 31 þingmaður sat hjá við atkvæðagreiðsluna en enginn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. 16. desember 2010 13:33 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Ég þykist vita að flokkurinn standi nógu lýðræðislega sterkum fótum til að þola þessa umræðu," segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna. Hann segir ekkert fararsnið á sér. „Ég er rótgróinn í flokknum eins og eikartré. Ég er að vona að flokkurinn fari ekki of langt frá mér og stefnumiðum sínum." Atli var einn þriggja þingmanna VG sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í dag sem var samþykkt með minnstum mögulegum meirihluta á Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að um alvarlegan atburð væri að ræða. Í samtali við RÚV sagði hann auk þess að þremenningunum væri tæplega sætt í þingflokknum. „Nei, tæplega eins og ekkert hafi í skorist því þetta er nokkuð erfið uppákoma,“ sagði Steingrímur. Þremenningarnir eru boðberar nýrrar stjórnmálamenningar, að mati Atla. „Íslensk stjórnmálamenning fékk falleinkunn í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Sérstaklega í 8. bindi siðanefndarinnar. Við erum að reyna að tileinka okkur boðskap þessarar siðanefndar og breyta íslenskri stjórnmálamenningu. Koma upp úr skotgröfum og foringjaræði og öðru slíku og vinna lýðræðislega saman." Auk þess segir Atli: „Tímarnir eru að breytast rétt eins og Bob Dylan sagði í sínu ágæta lagi Times they are changing." Atli segist hafa verið í sambandi við Lilju og Ásmund Daða í kvöld auk fjölmargra flokksmanna. „Ég hef fengið skeyti í kvöld. Flest eru hrósskeyti en sum eru fyrir neðan mitti. Það er bara þannig en ég að reyna að ástunda málefnalega pólitík." Atli viðurkennir að það sé ekki auðvelt að eiga í átökum og deilum við eigin flokksfélaga. Um Steingrím segir hann: „Við höfum báðir þroska til að ræða þessa hluti."
Tengdar fréttir Þrír þingmenn VG styðja ekki fjárlagafrumvarpið Þrír þingmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs munu ekki styðja fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið hófst laust eftir klukkan ellefu í morgun. Þingmennirnir sem telja sig ekki geta stutt frumvarpið eru Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason. 16. desember 2010 11:36 „Hverjum er sætt í þingflokknum?“ Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir engan mun á stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar hvað niðurskurð hjá hinu opinbera varðar. „Spurning hverjum er sætt í þingflokknum. Þeim sem fylgja eftir vilja félaganna og ályktunum flokksins eða þeim sem afvegaleiðast innan múra valdsins,“ segir Lilja á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar vísar hún til ummæla Steingríms J. Sigfússonar í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Þar sagði Steingrímur að Lilju, Atla Gíslasyni og Ásmundi Daða Einarssyni væri tæplega sætt í þingflokknum. „Nei, tæplega eins og ekkert hafi í skorist því þetta er nokkuð erfið uppákoma.“ 16. desember 2010 20:59 Framtíð stjórnarsamstarfsins í óvissu Framtíð stjórnarsamstarfsins er í óvissu eftir að þrír þingmenn Vinstri grænna sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í dag, sem var samþykkt með minnstum mögulegum meirihluta á Alþingi. Fjármálaráðherra segir afstöðu þingmannanna vonbrigði og forsætisráðherra segir ekki ljóst hvort hægt sé að treysta á stuðning þremenninganna í framtíðinni. 16. desember 2010 18:50 Meira skorið niður í velferðarmálum en í stjórnsýslunni Á sama tíma og skorið er verulega niður í mörgum mikilvægum málaflokkum þá er lítið skorið niður í æðstu stjórnsýslu ríkisins, segja þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason í yfirlýsingu sem þau samþykktu fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. 16. desember 2010 16:17 Steingrímur vonsvikinn með flokksfélagana Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður VG, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með að þrír þingmenn flokksins skuli hafi ákveðið að sitja hjá í afgreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. Fjárlögin voru samþykkt með 32 atkvæðum en 31 þingmaður sat hjá, þar á meðal þingmenn VG, þau Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason. 16. desember 2010 15:48 Fjárlagafrumvarpið samþykkt Þrjátíu og tveir þingmenn greiddu fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt, en atkvæðagreiðslu lauk laust eftir klukkan eitt í dag. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, hafði fyrirfram gert grein fyrir því að hún og samflokksmenn hennar, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, myndu ekki greiða frumvarpinu atkvæði sitt. 31 þingmaður sat hjá við atkvæðagreiðsluna en enginn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. 16. desember 2010 13:33 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þrír þingmenn VG styðja ekki fjárlagafrumvarpið Þrír þingmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs munu ekki styðja fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið hófst laust eftir klukkan ellefu í morgun. Þingmennirnir sem telja sig ekki geta stutt frumvarpið eru Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason. 16. desember 2010 11:36
„Hverjum er sætt í þingflokknum?“ Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir engan mun á stefnu Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar hvað niðurskurð hjá hinu opinbera varðar. „Spurning hverjum er sætt í þingflokknum. Þeim sem fylgja eftir vilja félaganna og ályktunum flokksins eða þeim sem afvegaleiðast innan múra valdsins,“ segir Lilja á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar vísar hún til ummæla Steingríms J. Sigfússonar í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Þar sagði Steingrímur að Lilju, Atla Gíslasyni og Ásmundi Daða Einarssyni væri tæplega sætt í þingflokknum. „Nei, tæplega eins og ekkert hafi í skorist því þetta er nokkuð erfið uppákoma.“ 16. desember 2010 20:59
Framtíð stjórnarsamstarfsins í óvissu Framtíð stjórnarsamstarfsins er í óvissu eftir að þrír þingmenn Vinstri grænna sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í dag, sem var samþykkt með minnstum mögulegum meirihluta á Alþingi. Fjármálaráðherra segir afstöðu þingmannanna vonbrigði og forsætisráðherra segir ekki ljóst hvort hægt sé að treysta á stuðning þremenninganna í framtíðinni. 16. desember 2010 18:50
Meira skorið niður í velferðarmálum en í stjórnsýslunni Á sama tíma og skorið er verulega niður í mörgum mikilvægum málaflokkum þá er lítið skorið niður í æðstu stjórnsýslu ríkisins, segja þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason í yfirlýsingu sem þau samþykktu fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. 16. desember 2010 16:17
Steingrímur vonsvikinn með flokksfélagana Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður VG, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með að þrír þingmenn flokksins skuli hafi ákveðið að sitja hjá í afgreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. Fjárlögin voru samþykkt með 32 atkvæðum en 31 þingmaður sat hjá, þar á meðal þingmenn VG, þau Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason. 16. desember 2010 15:48
Fjárlagafrumvarpið samþykkt Þrjátíu og tveir þingmenn greiddu fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt, en atkvæðagreiðslu lauk laust eftir klukkan eitt í dag. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, hafði fyrirfram gert grein fyrir því að hún og samflokksmenn hennar, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, myndu ekki greiða frumvarpinu atkvæði sitt. 31 þingmaður sat hjá við atkvæðagreiðsluna en enginn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. 16. desember 2010 13:33