Framtíð stjórnarsamstarfsins í óvissu 16. desember 2010 18:50 Framtíð stjórnarsamstarfsins er í óvissu eftir að þrír þingmenn Vinstri grænna sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í dag, sem var samþykkt með minnstum mögulegum meirihluta á Alþingi. Fjármálaráðherra segir afstöðu þingmannanna vonbrigði og forsætisráðherra segir ekki ljóst hvort hægt sé að treysta á stuðning þremenninganna í framtíðinni. Það er fáheyrt að stjórnarþingmaður hvað þá hópur stjórnarþingmanna styðji ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar hverju sinni. Við upphaf atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag kom í ljós að þrír stjórnarliðar styðja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Lilja Mósesesdóttir segir að hún, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason hafi lagt fram tillögur í þingflokki Vinstri grænna um breytta forgangsröðun, tekjuöflun og aukin útgjöld til velferðarmála. Ásmundur Einar Daðason vildi ekki veita viðtal í dag en fjárframlög til viðræðna við Evrópusambandið eru í yfirlýsingu þremenninganna einnig nefnd sem ástæða til andstöðu við fjárlagafrumvarpið. Atli Gíslason segist ekki geta stutt frumvarp sem boði uppsagnir í opinbera geiranum. „Ég á mín takmörk. Ég hef greitt atkvæði með stjórnarfrumvörpum sem ég hef verið ósáttur við en þarna var gengið of langt að mínu mati," segir Atli. Vonbrigði Fjárlögin voru samþykkt með 32 atkvæðum en 31 sat hjá. Fjármálaráðherra segir mikla vinnu hafa verið lagða í að mæta kröfum um að milda niðurskurð gagnvart velferðarkerfinu. „Það eru vonbrigði að nokkrir félagar okkar treystu sér ekki til að verða samferða. Það eru mér vonbrigði bæði sem formaður VG og fjármálaráðherra en þau verða að útskýra þetta," segir Steingrímur J. Sigfússon. Ekki stórmannlegt Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist ætla að ræða þessa nýju stöðu við fjármálaráðherra. „Nei, það er auðvitað mjög erfitt," segir Jóhanna aðspurð hvort hún geti treyst á stuðning þremenninganna eftir atkvæðagreiðsluna í dag. „Þetta var alls ekki stórmannlegt af þeim." Hún segist gefa lítið fyrir rök þeirra. Afstaða þremenninganna getur haft veruleg áhrif á stjórnarsamstarfið og jafnvel á líf ríkisstjórnarinnar. Lilja Mósesdóttir gat ekki svarað í dag hvort hún myndi verja ríkisstjórnina falli. Hún sagði það velta á því hvort stjórnin breytti stefnu sinni eða ekki, en Atli Gíslason sagðist myndu verja stjórnina. Tengdar fréttir Þrír þingmenn VG styðja ekki fjárlagafrumvarpið Þrír þingmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs munu ekki styðja fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið hófst laust eftir klukkan ellefu í morgun. Þingmennirnir sem telja sig ekki geta stutt frumvarpið eru Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason. 16. desember 2010 11:36 Meira skorið niður í velferðarmálum en í stjórnsýslunni Á sama tíma og skorið er verulega niður í mörgum mikilvægum málaflokkum þá er lítið skorið niður í æðstu stjórnsýslu ríkisins, segja þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason í yfirlýsingu sem þau samþykktu fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. 16. desember 2010 16:17 Steingrímur vonsvikinn með flokksfélagana Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður VG, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með að þrír þingmenn flokksins skuli hafi ákveðið að sitja hjá í afgreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. Fjárlögin voru samþykkt með 32 atkvæðum en 31 þingmaður sat hjá, þar á meðal þingmenn VG, þau Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason. 16. desember 2010 15:48 Fjárlagafrumvarpið samþykkt Þrjátíu og tveir þingmenn greiddu fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt, en atkvæðagreiðslu lauk laust eftir klukkan eitt í dag. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, hafði fyrirfram gert grein fyrir því að hún og samflokksmenn hennar, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, myndu ekki greiða frumvarpinu atkvæði sitt. 31 þingmaður sat hjá við atkvæðagreiðsluna en enginn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. 16. desember 2010 13:33 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Framtíð stjórnarsamstarfsins er í óvissu eftir að þrír þingmenn Vinstri grænna sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins í dag, sem var samþykkt með minnstum mögulegum meirihluta á Alþingi. Fjármálaráðherra segir afstöðu þingmannanna vonbrigði og forsætisráðherra segir ekki ljóst hvort hægt sé að treysta á stuðning þremenninganna í framtíðinni. Það er fáheyrt að stjórnarþingmaður hvað þá hópur stjórnarþingmanna styðji ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar hverju sinni. Við upphaf atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag kom í ljós að þrír stjórnarliðar styðja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Lilja Mósesesdóttir segir að hún, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason hafi lagt fram tillögur í þingflokki Vinstri grænna um breytta forgangsröðun, tekjuöflun og aukin útgjöld til velferðarmála. Ásmundur Einar Daðason vildi ekki veita viðtal í dag en fjárframlög til viðræðna við Evrópusambandið eru í yfirlýsingu þremenninganna einnig nefnd sem ástæða til andstöðu við fjárlagafrumvarpið. Atli Gíslason segist ekki geta stutt frumvarp sem boði uppsagnir í opinbera geiranum. „Ég á mín takmörk. Ég hef greitt atkvæði með stjórnarfrumvörpum sem ég hef verið ósáttur við en þarna var gengið of langt að mínu mati," segir Atli. Vonbrigði Fjárlögin voru samþykkt með 32 atkvæðum en 31 sat hjá. Fjármálaráðherra segir mikla vinnu hafa verið lagða í að mæta kröfum um að milda niðurskurð gagnvart velferðarkerfinu. „Það eru vonbrigði að nokkrir félagar okkar treystu sér ekki til að verða samferða. Það eru mér vonbrigði bæði sem formaður VG og fjármálaráðherra en þau verða að útskýra þetta," segir Steingrímur J. Sigfússon. Ekki stórmannlegt Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist ætla að ræða þessa nýju stöðu við fjármálaráðherra. „Nei, það er auðvitað mjög erfitt," segir Jóhanna aðspurð hvort hún geti treyst á stuðning þremenninganna eftir atkvæðagreiðsluna í dag. „Þetta var alls ekki stórmannlegt af þeim." Hún segist gefa lítið fyrir rök þeirra. Afstaða þremenninganna getur haft veruleg áhrif á stjórnarsamstarfið og jafnvel á líf ríkisstjórnarinnar. Lilja Mósesdóttir gat ekki svarað í dag hvort hún myndi verja ríkisstjórnina falli. Hún sagði það velta á því hvort stjórnin breytti stefnu sinni eða ekki, en Atli Gíslason sagðist myndu verja stjórnina.
Tengdar fréttir Þrír þingmenn VG styðja ekki fjárlagafrumvarpið Þrír þingmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs munu ekki styðja fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið hófst laust eftir klukkan ellefu í morgun. Þingmennirnir sem telja sig ekki geta stutt frumvarpið eru Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason. 16. desember 2010 11:36 Meira skorið niður í velferðarmálum en í stjórnsýslunni Á sama tíma og skorið er verulega niður í mörgum mikilvægum málaflokkum þá er lítið skorið niður í æðstu stjórnsýslu ríkisins, segja þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason í yfirlýsingu sem þau samþykktu fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. 16. desember 2010 16:17 Steingrímur vonsvikinn með flokksfélagana Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður VG, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með að þrír þingmenn flokksins skuli hafi ákveðið að sitja hjá í afgreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. Fjárlögin voru samþykkt með 32 atkvæðum en 31 þingmaður sat hjá, þar á meðal þingmenn VG, þau Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason. 16. desember 2010 15:48 Fjárlagafrumvarpið samþykkt Þrjátíu og tveir þingmenn greiddu fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt, en atkvæðagreiðslu lauk laust eftir klukkan eitt í dag. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, hafði fyrirfram gert grein fyrir því að hún og samflokksmenn hennar, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, myndu ekki greiða frumvarpinu atkvæði sitt. 31 þingmaður sat hjá við atkvæðagreiðsluna en enginn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. 16. desember 2010 13:33 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Fleiri fréttir Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Sjá meira
Þrír þingmenn VG styðja ekki fjárlagafrumvarpið Þrír þingmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs munu ekki styðja fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár. Atkvæðagreiðsla um frumvarpið hófst laust eftir klukkan ellefu í morgun. Þingmennirnir sem telja sig ekki geta stutt frumvarpið eru Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason. 16. desember 2010 11:36
Meira skorið niður í velferðarmálum en í stjórnsýslunni Á sama tíma og skorið er verulega niður í mörgum mikilvægum málaflokkum þá er lítið skorið niður í æðstu stjórnsýslu ríkisins, segja þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason í yfirlýsingu sem þau samþykktu fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. 16. desember 2010 16:17
Steingrímur vonsvikinn með flokksfélagana Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður VG, segist hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrigðum með að þrír þingmenn flokksins skuli hafi ákveðið að sitja hjá í afgreiðslu um fjárlagafrumvarpið í dag. Fjárlögin voru samþykkt með 32 atkvæðum en 31 þingmaður sat hjá, þar á meðal þingmenn VG, þau Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Atli Gíslason. 16. desember 2010 15:48
Fjárlagafrumvarpið samþykkt Þrjátíu og tveir þingmenn greiddu fjárlagafrumvarpinu atkvæði sitt, en atkvæðagreiðslu lauk laust eftir klukkan eitt í dag. Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, hafði fyrirfram gert grein fyrir því að hún og samflokksmenn hennar, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason, myndu ekki greiða frumvarpinu atkvæði sitt. 31 þingmaður sat hjá við atkvæðagreiðsluna en enginn greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. 16. desember 2010 13:33