Lífið

Fer í mál út af tístum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Katherine Heigl hefur kært apótekakeðjuna Duane Reade Inc.. Hún heldur því fram að keðjan hafi notað nafn sitt í auglýsingaskyni án leyfis og krefst sex milljóna dollara í bætur, tæplega sjö hundruð milljóna króna.

Katherine segir að keðjan hafi notað nafn sitt í færslum á Twitter og Facebook án samþykkis hennar sem og ljósmynd sem tekin var af paparass þar sem Katherine sést yfirgefa eitt af apótekum Duane Reade Inc..

Peter Haviland, lögfræðingur leikkonunnar, segir að Katherine muni gefa allar peninga sem hún fær frá Duane Reade Inc. vegna málsins til uppáhalds góðgerðarsamtakanna sinna, Jason Debus Heigl Foundation, sem hjálpar hundum í neyð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.