Ferðaþjónusta: Tvær hliðar á peningnum Steinar Berg skrifar 10. apríl 2014 07:00 Það var eins og gerst hefði í gær. Við hjón keyptum Fossatún í Borgarfirði í lok árs 2001. Þá eins og nú var litið vonaraugum til framtíðar ferðaþjónustu á Íslandi. Í sumarlok 2003 voru hugmyndir okkar tilbúnar. Við sóttum um í verkefni sem ríkisstjórnin stóð fyrir til uppbyggingar á ferðaþjónustu. Útlistuðum hugmyndir og áætlanir á umhverfi, aðstöðu, nýsköpun, afþreyingu og rekstri. Svar kom frá Byggðastofnun í formi þurrkuntulegrar höfnunar. Við óskuðum eftir útskýringu á hvað gerði okkur vanhæf að þeirra mati. Í svari sérfræðingsins stóð: „…ástæðan er fyrst og fremst sú að við greiningu umsóknar þinnar kom berlega í ljós að stór hluti starfsemi þinnar er í klárri samkeppni við aðila á Vesturlandi.“ Í mörg ár höfum við gengið með það í maganum að byggja upp tröllagarð í Fossatúni. Árið 2009 fengum við styrk, hálfgerð verðlaun sem nýsköpunarverkefni. Iðnaðarráðuneytið og Ferðamálastofa höfðu markað stefnu um að ýta úr vör stærri gerð verkefna og fylgja þeim til loka. Stuðla að uppbyggingu svokallaðra „segla“, þ.e. áfangastaða með aðdráttarafl sem jafnframt styrktu nærumhverfið. Styrkurinn og mótframlagið, margföld styrkjaupphæðin, leiddi til þess að hægt var að ýta úr vör. Forsendur ráðuneytisins: Eftirfylgni verkefnisins – gufuðu upp og eftir stóð hálfköruð hugmynd.Óvinveitt einkaaðilum Áunnin reynsla á vettvangi styrkja leiddi til þess að við ákváðum að hætta umsóknum. Niðurstaðan: Ferkantað kerfi, óvinveitt einkaaðilum í ferðaþjónustu; tímafrek vinna og útlagður kostnaður; ólíklegir fengnir styrkir aldrei nema hluti upphaflegrar áætlunar og því íþyngjandi. Undantekningin sannar regluna, hugsuðum við í byrjun síðasta árs þegar auglýsing frá Vaxtarsamningi Vesturlands um Öndvegisstyrk birtist. Þar stóð: „Verkefnið þarf að grundvallast á vel unninni viðskiptaáætlun, hafa skírskotun til svæðisins, og nýsköpunar í atvinnulífi þess, ásamt því að skapa störf. Einstaklingar og starfandi fyrirtæki eða samstarf fleiri fyrirtækja geta sótt um styrki.“ Við slógum til. Lögðum inn útfærða hugmynd um tröllagöngu. Helli, gönguleið, styttur af tröllum, upplýsingar – upplifun tengda þjóðsagnaarfinum, frítt fyrir gesti. Til viðbótar við helmings fjárframlag létum við það loforð fylgja að kæmi til styrkveitingar myndum við taka upp heilsársopnun í Fossatúni og styrkja þannig ferðaþjónustuumhverfið á Vesturlandi. Heilsársopnun þýðir: Taprekstur utan háannar í einhver ár áður en svar fæst við því hvort fyrirkomulagið standi undir sér.Níu orða höfnun Við fengum níu orða höfnun. Aftur ákváðum við að fara fram á útskýringu. Svarið kom: „…að engir formlegir samstarfsaðilar voru í verkefninu og verkefnið byggðist á verulegum framkvæmdum vegna fjárfestinga eins félags og þá gátu samkeppnissjónarmið haft þar áhrif.“ Þetta kom tröllslega spánskt fyrir sjónir. Í umsóknarferlinu hringdum við í forsvarsmann Vaxtarsamnings Vesturlands til að fá staðfestan skilning á texta auglýsingarinnar: „Einstaklingar og starfandi fyrirtæki eða samstarf fleiri fyrirtækja geta sótt um styrki.“ Forráðamaður sagði að þetta þýddi nákvæmlega það sem þarna stóð. Við skrifuðum til baka og vísuðum til þessara samskipta. Forstöðumaðurinn svaraði að stjórn Vaxtarsamnings Vesturlands hefði eftir að umsóknir bárust ákveðið breyta auglýstum forsendum og takmarka við samstarf aðila. Útiloka þannig einstaklinga og einstök fyrirtæki sem lagt höfðu inn umsóknir. Forstöðumaður frábað sér útskýringar á hvernig samkeppnissjónarmið voru metin okkur til vansa og kvaðst ekki mundu eiga frekari samskipti um þetta mál! Svona eru sem sagt dæmisögurnar úr raunveruleikanum. Er alltumlykjandi styrkjakerfi á forræði ríkisins rétta leiðin? Eitt er að safna í sjóði, annað að útdeila. Á hugmyndin ekki að vera verðugri en umsækjandinn? Er rétt aðferðafræði að nánast útiloka einstaklinga í rekstri frá aðgengi? Reynslan er ólygin og afleiðingin sú að landeigendur hafa ákveðið að styrkja sjálfa sig milliliðalaust. Það eru nefnilega tvær hliðar á peningnum og það þarf að ræða þær báðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það var eins og gerst hefði í gær. Við hjón keyptum Fossatún í Borgarfirði í lok árs 2001. Þá eins og nú var litið vonaraugum til framtíðar ferðaþjónustu á Íslandi. Í sumarlok 2003 voru hugmyndir okkar tilbúnar. Við sóttum um í verkefni sem ríkisstjórnin stóð fyrir til uppbyggingar á ferðaþjónustu. Útlistuðum hugmyndir og áætlanir á umhverfi, aðstöðu, nýsköpun, afþreyingu og rekstri. Svar kom frá Byggðastofnun í formi þurrkuntulegrar höfnunar. Við óskuðum eftir útskýringu á hvað gerði okkur vanhæf að þeirra mati. Í svari sérfræðingsins stóð: „…ástæðan er fyrst og fremst sú að við greiningu umsóknar þinnar kom berlega í ljós að stór hluti starfsemi þinnar er í klárri samkeppni við aðila á Vesturlandi.“ Í mörg ár höfum við gengið með það í maganum að byggja upp tröllagarð í Fossatúni. Árið 2009 fengum við styrk, hálfgerð verðlaun sem nýsköpunarverkefni. Iðnaðarráðuneytið og Ferðamálastofa höfðu markað stefnu um að ýta úr vör stærri gerð verkefna og fylgja þeim til loka. Stuðla að uppbyggingu svokallaðra „segla“, þ.e. áfangastaða með aðdráttarafl sem jafnframt styrktu nærumhverfið. Styrkurinn og mótframlagið, margföld styrkjaupphæðin, leiddi til þess að hægt var að ýta úr vör. Forsendur ráðuneytisins: Eftirfylgni verkefnisins – gufuðu upp og eftir stóð hálfköruð hugmynd.Óvinveitt einkaaðilum Áunnin reynsla á vettvangi styrkja leiddi til þess að við ákváðum að hætta umsóknum. Niðurstaðan: Ferkantað kerfi, óvinveitt einkaaðilum í ferðaþjónustu; tímafrek vinna og útlagður kostnaður; ólíklegir fengnir styrkir aldrei nema hluti upphaflegrar áætlunar og því íþyngjandi. Undantekningin sannar regluna, hugsuðum við í byrjun síðasta árs þegar auglýsing frá Vaxtarsamningi Vesturlands um Öndvegisstyrk birtist. Þar stóð: „Verkefnið þarf að grundvallast á vel unninni viðskiptaáætlun, hafa skírskotun til svæðisins, og nýsköpunar í atvinnulífi þess, ásamt því að skapa störf. Einstaklingar og starfandi fyrirtæki eða samstarf fleiri fyrirtækja geta sótt um styrki.“ Við slógum til. Lögðum inn útfærða hugmynd um tröllagöngu. Helli, gönguleið, styttur af tröllum, upplýsingar – upplifun tengda þjóðsagnaarfinum, frítt fyrir gesti. Til viðbótar við helmings fjárframlag létum við það loforð fylgja að kæmi til styrkveitingar myndum við taka upp heilsársopnun í Fossatúni og styrkja þannig ferðaþjónustuumhverfið á Vesturlandi. Heilsársopnun þýðir: Taprekstur utan háannar í einhver ár áður en svar fæst við því hvort fyrirkomulagið standi undir sér.Níu orða höfnun Við fengum níu orða höfnun. Aftur ákváðum við að fara fram á útskýringu. Svarið kom: „…að engir formlegir samstarfsaðilar voru í verkefninu og verkefnið byggðist á verulegum framkvæmdum vegna fjárfestinga eins félags og þá gátu samkeppnissjónarmið haft þar áhrif.“ Þetta kom tröllslega spánskt fyrir sjónir. Í umsóknarferlinu hringdum við í forsvarsmann Vaxtarsamnings Vesturlands til að fá staðfestan skilning á texta auglýsingarinnar: „Einstaklingar og starfandi fyrirtæki eða samstarf fleiri fyrirtækja geta sótt um styrki.“ Forráðamaður sagði að þetta þýddi nákvæmlega það sem þarna stóð. Við skrifuðum til baka og vísuðum til þessara samskipta. Forstöðumaðurinn svaraði að stjórn Vaxtarsamnings Vesturlands hefði eftir að umsóknir bárust ákveðið breyta auglýstum forsendum og takmarka við samstarf aðila. Útiloka þannig einstaklinga og einstök fyrirtæki sem lagt höfðu inn umsóknir. Forstöðumaður frábað sér útskýringar á hvernig samkeppnissjónarmið voru metin okkur til vansa og kvaðst ekki mundu eiga frekari samskipti um þetta mál! Svona eru sem sagt dæmisögurnar úr raunveruleikanum. Er alltumlykjandi styrkjakerfi á forræði ríkisins rétta leiðin? Eitt er að safna í sjóði, annað að útdeila. Á hugmyndin ekki að vera verðugri en umsækjandinn? Er rétt aðferðafræði að nánast útiloka einstaklinga í rekstri frá aðgengi? Reynslan er ólygin og afleiðingin sú að landeigendur hafa ákveðið að styrkja sjálfa sig milliliðalaust. Það eru nefnilega tvær hliðar á peningnum og það þarf að ræða þær báðar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun