Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 16:00 Fyrir skömmu var gefin út skýrsla af Parkinsonsamtökunum sem ber heitið Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig og efni hennar er sá ávinningur sem hlýst af endurhæfingu á vegum Parkinsonsamtakanna. Þetta er samantekt sem mikilvægt er að þeir sem stýra heilbrigðisþjónustu á Íslandi og móta stefnu til framtíðar þurfa að lesa og læra af. Heildræn endurhæfing skilar fólki með Parkinson sjúkdóminn betri heilsu og bætt lífsgæði um leið og það sparar heilbrigðiskerfinu verulega upphæðir í raun. Ég er með Parkinson, ein af um það bil 1200 manns á Íslandi og hef verið með hann líklega í að minnsta kosti 7 ár þó að ég hafi verið greind síðar. Ég hef sótt þjónustu sem er í boði Lífsgæðasetrinu á vegum Parkinsonsamtakanna og er staðsett í gamla St. Jósefs spítalanum, húsi sem er nýuppgert og einstaklega aðlaðandi. Þjónustan er mjög fjölbreytt, meðal annars einstaklings- og hópatímar í sjúkraþjálfun, jóga, raddæfingar, talþjálfum, iðjuþjálfun, samtöl, jafningjastuðningur og ráðgjöf fagfólks. Ég á ekki nægilega sterk orð til að lýsa hve hugmyndafræðin sem unnið er eftir er stórkostleg og hagnýt okkur sem sækjum staðinn, hún einkennist af fagmennsku og alúð. Starfsemin auðveldar á fjölmargan hátt þeim sem glíma við Parkinson að halda sér í líkamlegu formi auk þess að vera félagslega mjög mikilvæg. Starfsfólkið er allt af vilja gert til að auðvelda fólki að halda bærilegri heilsu sem lengst. Það reynist mörgum erfitt að viðurkenna að þeir séu komnir með ólæknandi sjúkdóm, en aukin þekking, fræðsla, betri læknisþjónusta, lyf og regluleg endurhæfing gerir sjúkdóminn miklu viðráðanlegri og lífið skemmtilegra en ella. Lífsgæði aukast. Það þarf að styrkja starfsemina fjárhagslega ríkulegar en nú er gert til að hægt sé að halda henni áfram. Samstarf félagasamtaka og hins opinbera hafa mjög oft gefið góða raun. Það margborgar sig að ríkið setji meira fjármagn í verkefni sem þessi. Umrædd skýrsla sýnir þetta augljóslega og við sem njótum þjónustunnar getum vitnað um. Að mínu mati gætu jafnvel nágrannaþjóðir okkar lært af þessu verkefni, það er svo mikið til fyrirmyndar. Framundan er hið árlega Reykjavíkurmaraþon þ.e. 23. ágúst sem er mikilvæg fjáröflunarleið samtakanna. Félagar og velunnarar eru hvattir til að taka þátt og safna áheitum, þar skiptir hvert skref máli. Höfundur er félagsmaður í Parkinson-samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu var gefin út skýrsla af Parkinsonsamtökunum sem ber heitið Heilbrigðisþjónusta sem borgar sig og efni hennar er sá ávinningur sem hlýst af endurhæfingu á vegum Parkinsonsamtakanna. Þetta er samantekt sem mikilvægt er að þeir sem stýra heilbrigðisþjónustu á Íslandi og móta stefnu til framtíðar þurfa að lesa og læra af. Heildræn endurhæfing skilar fólki með Parkinson sjúkdóminn betri heilsu og bætt lífsgæði um leið og það sparar heilbrigðiskerfinu verulega upphæðir í raun. Ég er með Parkinson, ein af um það bil 1200 manns á Íslandi og hef verið með hann líklega í að minnsta kosti 7 ár þó að ég hafi verið greind síðar. Ég hef sótt þjónustu sem er í boði Lífsgæðasetrinu á vegum Parkinsonsamtakanna og er staðsett í gamla St. Jósefs spítalanum, húsi sem er nýuppgert og einstaklega aðlaðandi. Þjónustan er mjög fjölbreytt, meðal annars einstaklings- og hópatímar í sjúkraþjálfun, jóga, raddæfingar, talþjálfum, iðjuþjálfun, samtöl, jafningjastuðningur og ráðgjöf fagfólks. Ég á ekki nægilega sterk orð til að lýsa hve hugmyndafræðin sem unnið er eftir er stórkostleg og hagnýt okkur sem sækjum staðinn, hún einkennist af fagmennsku og alúð. Starfsemin auðveldar á fjölmargan hátt þeim sem glíma við Parkinson að halda sér í líkamlegu formi auk þess að vera félagslega mjög mikilvæg. Starfsfólkið er allt af vilja gert til að auðvelda fólki að halda bærilegri heilsu sem lengst. Það reynist mörgum erfitt að viðurkenna að þeir séu komnir með ólæknandi sjúkdóm, en aukin þekking, fræðsla, betri læknisþjónusta, lyf og regluleg endurhæfing gerir sjúkdóminn miklu viðráðanlegri og lífið skemmtilegra en ella. Lífsgæði aukast. Það þarf að styrkja starfsemina fjárhagslega ríkulegar en nú er gert til að hægt sé að halda henni áfram. Samstarf félagasamtaka og hins opinbera hafa mjög oft gefið góða raun. Það margborgar sig að ríkið setji meira fjármagn í verkefni sem þessi. Umrædd skýrsla sýnir þetta augljóslega og við sem njótum þjónustunnar getum vitnað um. Að mínu mati gætu jafnvel nágrannaþjóðir okkar lært af þessu verkefni, það er svo mikið til fyrirmyndar. Framundan er hið árlega Reykjavíkurmaraþon þ.e. 23. ágúst sem er mikilvæg fjáröflunarleið samtakanna. Félagar og velunnarar eru hvattir til að taka þátt og safna áheitum, þar skiptir hvert skref máli. Höfundur er félagsmaður í Parkinson-samtökunum.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun