Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar 9. ágúst 2025 13:00 Í dag er Pride. Það er vissulega gaman og mikil ánægja sem því fylgir að mæta, sýna sig og sjá önnur. En það er ekki aðalatriðið. Aðal atriðið er að sýna samstöðuna, sýna styrkinn. Minna á það að við erum til, við stöndum saman og við ætlum ekki að lúffa, ætlum ekki að hætta að vera til, ætlum ekki að láta ýta okkur inn í skápinn aftur. Það er langt síðan réttindi hinsegin fólks hafa verið í jafn mikilli hættu í heiminum. Í Bandaríkjunum var nýlega gefin út forseta tilskipun þar sem er reynt að skilyrða fjárveitingar við það að bara stofnanir sem 'viðurkenni' að kynin séu tvö og óbreytanleg. Það bannar í raun alla trans meðferð ef það tekst. Ég átti í gær samtal við Íslending sem skildi ekki af hverju ég segði að þetta snerist um tilveruréttinn, af því hann vildi meina að þó svo ég yrði hugsanlega einhvern tíma tilneydd að vera skráð sem karlkyns og nota karlkyns nafn formlega, ef einhver kæmist til valda sem vildi setja slík lög, þá 'væri ég samt ennþá til'. Sem mér finnst vera mjög grófur og mögulega viljandi misskilningur á því hvað við er átt. Fyrir utan það að það er algjörlega til fólk sem myndi raunverulega útrýma okkur ef það kæmist til valda og við neituðu að fara aftur inn í skápinn, þá snýst þetta ekki um þá spurningu (ekki ennþá amk...vonandi) heldur um það hvort ég fæ að vera til sem ÉG, og hvort ég, eins og ég skil mig, fái að vera fullgildur þátttakandi í samfélaginu en því sé ekki stillt upp þannig að ég sé augljóslega eitthvað skrítið geðbilað jaðareintak sem eigi ekki að taka alvarlega og helst bara láta mig hverfa. Mér finnst það mjög sorglegt að þessi orðræða sé komin hingað. Að það sé fólk sem hefur meiri áhyggjur af rétti annarra til að kalla mig þeim nöfnunum og fornöfnum sem þeim finnast rétt en af mínum rétti til að vera til. Ég geri ekki einu sinni kröfu um það, ekki raunverulega. Ef fólk notar röng fornöfn, segir 'sæll' en ekki 'sæl' þá stingur það mig, en ég geri ekkert í því, ég neyði engan til að breytast eða til að sýna mér virðingu. (Þá á ég ekki við fólk sem gerir það einstaka sinnum óvart, heldur þegar það er ítrekað eða viljandi) En bara það að ég skuli vilja þetta fer í taugarnar á þeim, þeim finnst það nægur yfirgangur. Í dag mæti ég í gönguna til að standa með hinsegin samfélaginu, og til að standa með því Íslandi sem ég vil búa í. Því Íslandi sem er jákvætt, opið og góðhjartað lýðræðisríki. Baráttan snýst um sál samfélagsins, hún er ekki meitluð í stein, við myndum hana, öll, a hverjum degi, með því hvernig við högum okkur, hvað við gerum og hvað við segjum og hvernig við komum fram við hvert annað. Og ég vil leggja mitt af mörkum. Höfundur er trans kona og fulltrúi Pírata í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Málefni trans fólks Gleðigangan Hinsegin Jafnréttismál Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er Pride. Það er vissulega gaman og mikil ánægja sem því fylgir að mæta, sýna sig og sjá önnur. En það er ekki aðalatriðið. Aðal atriðið er að sýna samstöðuna, sýna styrkinn. Minna á það að við erum til, við stöndum saman og við ætlum ekki að lúffa, ætlum ekki að hætta að vera til, ætlum ekki að láta ýta okkur inn í skápinn aftur. Það er langt síðan réttindi hinsegin fólks hafa verið í jafn mikilli hættu í heiminum. Í Bandaríkjunum var nýlega gefin út forseta tilskipun þar sem er reynt að skilyrða fjárveitingar við það að bara stofnanir sem 'viðurkenni' að kynin séu tvö og óbreytanleg. Það bannar í raun alla trans meðferð ef það tekst. Ég átti í gær samtal við Íslending sem skildi ekki af hverju ég segði að þetta snerist um tilveruréttinn, af því hann vildi meina að þó svo ég yrði hugsanlega einhvern tíma tilneydd að vera skráð sem karlkyns og nota karlkyns nafn formlega, ef einhver kæmist til valda sem vildi setja slík lög, þá 'væri ég samt ennþá til'. Sem mér finnst vera mjög grófur og mögulega viljandi misskilningur á því hvað við er átt. Fyrir utan það að það er algjörlega til fólk sem myndi raunverulega útrýma okkur ef það kæmist til valda og við neituðu að fara aftur inn í skápinn, þá snýst þetta ekki um þá spurningu (ekki ennþá amk...vonandi) heldur um það hvort ég fæ að vera til sem ÉG, og hvort ég, eins og ég skil mig, fái að vera fullgildur þátttakandi í samfélaginu en því sé ekki stillt upp þannig að ég sé augljóslega eitthvað skrítið geðbilað jaðareintak sem eigi ekki að taka alvarlega og helst bara láta mig hverfa. Mér finnst það mjög sorglegt að þessi orðræða sé komin hingað. Að það sé fólk sem hefur meiri áhyggjur af rétti annarra til að kalla mig þeim nöfnunum og fornöfnum sem þeim finnast rétt en af mínum rétti til að vera til. Ég geri ekki einu sinni kröfu um það, ekki raunverulega. Ef fólk notar röng fornöfn, segir 'sæll' en ekki 'sæl' þá stingur það mig, en ég geri ekkert í því, ég neyði engan til að breytast eða til að sýna mér virðingu. (Þá á ég ekki við fólk sem gerir það einstaka sinnum óvart, heldur þegar það er ítrekað eða viljandi) En bara það að ég skuli vilja þetta fer í taugarnar á þeim, þeim finnst það nægur yfirgangur. Í dag mæti ég í gönguna til að standa með hinsegin samfélaginu, og til að standa með því Íslandi sem ég vil búa í. Því Íslandi sem er jákvætt, opið og góðhjartað lýðræðisríki. Baráttan snýst um sál samfélagsins, hún er ekki meitluð í stein, við myndum hana, öll, a hverjum degi, með því hvernig við högum okkur, hvað við gerum og hvað við segjum og hvernig við komum fram við hvert annað. Og ég vil leggja mitt af mörkum. Höfundur er trans kona og fulltrúi Pírata í borgarstjórn.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar