Lífið

Íslenskt barn fer sigurför um netheima

Samúel Karl Ólason skrifar
Ævar Ingólfsson í bílnum.
Ævar Ingólfsson í bílnum. Mynd/Skjáskot
Myndband af íslensku barni hefur farið víða í netheimum að undanförnu og verið birt á mörgum vefmiðlum. Þar sjást viðbrögð barnsins við það að fara í fyrsta sinn í gegnum bílaþvottastöð. Þegar þetta er skrifað hefur myndbandið fengið nærri því 170 þúsund áhorf.

Meðal miðla sem birt hafa myndbandið má nefna Independent, Reddit og Gawker.

Ingólfur Dan Þórisson er faðir drengsins sem heitir Ævar. Ingólfur segir í samtali við Vísi að drengurinn hafi farið í bílaþvottastöð með afa sínum. Sá hafi tekið myndbandið og birt á Youtube.

Eins og sjá má í myndbandinu stórskemmtilega var Ævar afar hissa þegar þvottastöðin fór af stað. Ingólfur segir Ævar hafa endað í fanginu sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.