Lífið

Debbie Harry tvíkynhneigð

Debbie Harry segist laðast jafn mikið að konum og körlum.
Debbie Harry segist laðast jafn mikið að konum og körlum. Fréttablaðið/Getty Images
Söngkonan Debbie Harry viðurkennir að hún sé tvíkynhneigð í viðtali við breska dagblaðið The Daily Mail.

Oft hefur verið spekúlerað um kynhneigð Harry en hún segist laðast jafn mikið að konum og körlum.

„Ég veit ekki hvort kynið ég tek fram yfir. Mestu máli skiptir að viðkomandi sé með gott skopskyn og elski kynlíf. Hvað geturðu beðið um meira?“

Harry afþakkaði að koma fram á Ólympíuleikunum í Sotsjí í febrúar vegna afstöðu Rússa í garð réttinda samkynhneigðra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.