Lífið

Khloé Kardashian með nýjan kærasta

Khloé Kardashian búin að gleyma fyrrverandi eiginmanni sínum.
Khloé Kardashian búin að gleyma fyrrverandi eiginmanni sínum. Fréttablaðið/GettyImages
Khloé Kardashian virðist búin að gleyma Lamar Odom en hún er sögð vera komin með nýjan mann upp á arminn. Samkvæmt tímaritinu Life & Style hafa raunveruleikastjarnan og rapparinn French Montana verið að draga sig saman. Sjónarvottar sáu turtildúfurnar í faðmlögum og kossaflensi þegar Montana var í upptökum á nýju tónlistarmyndbandi í lok mars.

Þá sáust þau einnig ganga hönd í hönd út úr nektarklúbbnum Pink Rhino í Phoenix í Arizona. Að sögn sjónarvotta létu þau vel hvort að öðru inni á klúbbnum og hann hélt meðal annars utan um hana. Montana er þó enn giftur en eiginkona hans, Deen Kharbouch, er sögð hafa beðið Kardashian að halda sig fjarri manni hennar.

„Við höfum unnið í sameiningu að frama hans,“ sagði Kharbouchí samtali við Life & Style.

Sambandi Kardashian og körfuboltakappans Lamars Odom lauk á seinni hluta síðasta árs. Stuttu áður hafði Lamar horfið og sögusagnir voru um að hann ætti við fíknivanda að etja og voru slúðurmiðlar vestanhafs duglegir að fjalla um það. Til að bæta gráu ofan á svart var körfuboltakappinn tekinn fyrir að keyra undir áhrifum í Kaliforníu, en stuttu síðar slitnaði endanlega upp úr sambandinu.

Khloé Kardashian og rapparinn French Montana eru að stinga saman nefjum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.