Fleiri stór nöfn á stórskemmtilegri Iceland Airwaves í ár Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. apríl 2014 11:30 Kamilla Ingibergsdóttir býst við um átta þúsund gestum á Iceland Airwaves í ár. Fréttablaðið/Valli Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200. Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember, og er undirbúningur í fullum gangi. „Við erum hæstánægð og það er ótrúlega skemmtilegt að tilkynna jafn heita hljómsveit og Future Islands,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Iceland Airwaves-hátíðinni, en hátíðin hefur nú tilkynnt um 70 af 200 tónlistarmönnum og hljómsveitum sem koma fram í ár. Eins og mörgum er kunnugt kom Future Islands fram í spjallþætti Davids Letterman á dögunum, en þar vakti söngvari sveitarinnar mikla athygli fyrir frumlega sviðsframkomu og klippa úr þættinum fór eins og eldur í sinu um netheima. „Söngvarinn í bandinu er náttúrulega stórkostlegur,“ bætir Kamilla við og segir gaman fyrir hátíðina að sveit sem þau hafi bókað fái svo mikla athygli. Auk þess bætast við sveitir á borð við Caribou og The War on Drugs sem Kamilla segir sérstakt gleðiefni. „The War on Drugs kemur til með að loka hátíðinni ásamt Flaming Lips á sunnudeginum en sveitin gaf nýverið út frábæra plötu.“ „Við búumst við jafn mörgum útlendingum og í fyrra, þegar um sextíu prósent rúmlega átta þúsund gesta voru að utan. Við höfum þegar selt fullt af miðum og hvetjum fólk eindregið til að sofna ekki á verðinum og vera snemma í því að næla sér í miða. Við verðum oft vitni að því að fólk situr eftir með sárt ennið,“ útskýrir Kamilla, og segist sérlega spennt fyrir hátíðinni í ár. „Svo eigum við heilan helling inni. Það á eftir að tilkynna meira en hundrað bönd!“200 hljómsveitir koma fram Nú þegar hafa um 70 nöfn verið tilkynnt á hátíðina. Fréttablaðið/ValliÞetta eru tónlistarmennirnir sem bætast við: The War on Drugs (US) Caribou (CA) Future Islands (US) Oyama Farao (NO) Kaleo Zhala (SE) Spray Paint (US) Rökkurró Emilie Nicolas (NO) Endless Dark Kippi Kaninus King Gizzard & The Lizard Wizard (AU) Brain Police Beneath Þórir Georg Fufanu Epic Rain Skurken AMFJ Kontinuum Ophidian I Var Atónal Blús Mafama Vio Lucy in Blue Conflictions Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í dag fleiri listamenn sem koma fram á hátíðinni í ár en alls verða þeir um 200. Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í sextánda sinn í ár, dagana 5. til 9. nóvember, og er undirbúningur í fullum gangi. „Við erum hæstánægð og það er ótrúlega skemmtilegt að tilkynna jafn heita hljómsveit og Future Islands,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir hjá Iceland Airwaves-hátíðinni, en hátíðin hefur nú tilkynnt um 70 af 200 tónlistarmönnum og hljómsveitum sem koma fram í ár. Eins og mörgum er kunnugt kom Future Islands fram í spjallþætti Davids Letterman á dögunum, en þar vakti söngvari sveitarinnar mikla athygli fyrir frumlega sviðsframkomu og klippa úr þættinum fór eins og eldur í sinu um netheima. „Söngvarinn í bandinu er náttúrulega stórkostlegur,“ bætir Kamilla við og segir gaman fyrir hátíðina að sveit sem þau hafi bókað fái svo mikla athygli. Auk þess bætast við sveitir á borð við Caribou og The War on Drugs sem Kamilla segir sérstakt gleðiefni. „The War on Drugs kemur til með að loka hátíðinni ásamt Flaming Lips á sunnudeginum en sveitin gaf nýverið út frábæra plötu.“ „Við búumst við jafn mörgum útlendingum og í fyrra, þegar um sextíu prósent rúmlega átta þúsund gesta voru að utan. Við höfum þegar selt fullt af miðum og hvetjum fólk eindregið til að sofna ekki á verðinum og vera snemma í því að næla sér í miða. Við verðum oft vitni að því að fólk situr eftir með sárt ennið,“ útskýrir Kamilla, og segist sérlega spennt fyrir hátíðinni í ár. „Svo eigum við heilan helling inni. Það á eftir að tilkynna meira en hundrað bönd!“200 hljómsveitir koma fram Nú þegar hafa um 70 nöfn verið tilkynnt á hátíðina. Fréttablaðið/ValliÞetta eru tónlistarmennirnir sem bætast við: The War on Drugs (US) Caribou (CA) Future Islands (US) Oyama Farao (NO) Kaleo Zhala (SE) Spray Paint (US) Rökkurró Emilie Nicolas (NO) Endless Dark Kippi Kaninus King Gizzard & The Lizard Wizard (AU) Brain Police Beneath Þórir Georg Fufanu Epic Rain Skurken AMFJ Kontinuum Ophidian I Var Atónal Blús Mafama Vio Lucy in Blue Conflictions
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira