Lífið

Átján kíló farin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Melissa Joan Hart þyngdist um 27 kíló þegar hún gekk með þriðja son sinn Tucker en hann fæddist í september árið 2012.

Hún ákvað að taka líf sitt í gegn og er búin að léttast um rúm átján kíló með hjálp Nutrisystem.

„Ég er með mikið sjálfstraust þessa dagana,“ segir stjarnan í viðtali við tímaritið People. Hún bætir við að aðrir fjölskyldumeðlimir hafi tekið þátt í þessari lífsstílsbreytingu og að eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Mark Wilkerson sé hennar helsti stuðningsmaður.

„Hann er mjög agaður. Hann drífur mig áfram og hvetur mig til að lifa heilsusamlegu lífi og vera hraust.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.