Tónlist og tíska í blóðinu 3. maí 2007 10:00 Ættleidd dóttir Lionel Richie þykir skara fram úr í smekklegheitum. Hérna er hún klædd gulum kjól í samræmi við tískulit sumarsins. Hvort börn fræga og fallega fólksins fæðast með tískuvitund í blóðinu skal látið ósagt. Hitt er víst að merkilega margar stúlkur sem skiptast á að prýða síður tísku- og slúðurblaðanna eru dætur heimsfrægra tónlistarmanna. Allar eiga þær sameiginlegt að hafa vakið athygli fyrir tískuvitund og sérstakan stíl. Nicole Richie þarf ekki að kynna fyrir neinum þeim sem hefur opnað dagblað eða tímarit síðustu árin. Richie er komin af tónlistarmönnum á alla kanta: hún er ættleidd dóttir Lionels Richie, en kynfaðir hennar var líka tónlistarmaður. Nicole er dáð og dýrkuð fyrir tískuvitund sína og stíl, þó að sumir vilji þakka stjörnustílistanum Rachel Zoe þá velgengni hennar. Richie lét Zoe þó róa í nóvember síðastliðnum, og ekki hefur tískuvitundin farið forgörðum síðan þá. Í viðtali við OK! í mars sagðist Richie vinna að eigin tískubiblíu, sem á væntanlega eftir að seljast eins og heitar lummur, miðað við vinsældirnar. Hún er jafnframt með skartgripa- og fylgihlutalínu, sólgleraugnalínu og ilmvatn í burðarliðnum. pabbastelpa Enn sem komið er sést Zoe Kravitz aðallega í fylgd með föður sínum, rokkaranum Lenny, enda bara átján ára gömul. Zoe Kravitz hefur enn sem komið er ekki verið jafn áberandi og lagskonur hennar. Hún sést oftast í fylgd með föður sínum, rokkaranum Lenny Kravitz, enda ekki nema átján ára gömul. Feðginin eru tíðir gestir á tískusýningum, og þykir Zoe með eindæmum smekkleg til fara og skapleg á að líta - enda dóttir Kravitz og leikkonunnar gullfallegu Lisu Bonet. Í marseintaki bandaríska Elle sat Zoe fyrir hjá tískuljósmyndaranum fræga Gilles Bensimon, en sýning með verkum hans stendur einmitt yfir í Hafnarborg um þessar mundir. Myndirnar í Elle hafa vakið töluverða athygli og þegar bíómyndin The Brave One, þar sem Zoe leikur vændiskonu á táningsaldri, kemur í kvikmyndahúsin ætti frægðarstjarna hennar að rísa enn hærra. breska blómarósin Stella McCartney hefur svo sannarlega getið sér nafn fyrir flottan stíl og klæðir margar heitustu Hollywood-leikkonurnar. Fatahönnuðurinn Stella McCartney er kannski sú stúlknanna sem á mest tilkall til titilsins Tískuvitund 2007. Hún er, eins og flestir vita, dóttir bítilshjónanna Paul og Lindu McCartney. Þó að sumir vilji meina að það sé einmitt ættarnafnið sem hafi skotið Stellu upp á stjörnuhimin tískugeirans segja aðrir að það hafi frekar háð frama hennar. Þegar Stella var ráðin til Chloé, og kom þar í stað Karls nokkurs Lagerfeld, lýsti sá síðarnefndi óánægju sinni með ráðninguna. „Mér fannst að þau hefðu átt að fá stórt nafn til sín. Þau fengu það - en í tónlist, ekki hönnun," sagði hann. Í seinni tíð hafa flestir þó tekið Stellu í sátt og viðurkennt að hún sé ekki með öllu ónýtur hönnuður. Hönnun hennar virðist að minnsta kosti höfða til fjöldans, og þess er skemmst að minnast þegar fatalína hennar fyrir Hennes og Mauritz seldist upp á korteri, plús mínus nokkrar mínútur. Dáðu mig Kimberley Stewart varð nýlega andlit undirfatalínunnar Adore Moi, og fetar þar með í fótspor Jade Jagger. Kimberley Stewart er dóttir Rod Stewart og fyrstu eiginkonu hans, Alönu. Hún ákvað ung að árum að tískubransinn væri það sem koma skyldi í lífi hennar, og fór því í fyrirsætuskóla. Kimberly er á mála hjá umboðsskrifstofunni Nous models, eins og stalla hennar, Paris Hilton. Í mánuðinum varð hún andlit Adore Moi undirfatalínunnar frá Ultimo, og tók þar með við kyndlinum úr höndum Jade Jagger. Hún hefur þar að auki hannað skó og sína eigin fatalínu, sem hún kallar Pinky Star Fish. topp tíu tískugúrú Peaches Geldof var yngsta manneskjan á lista Tatler yfir helstu tískufyrirmyndirnar árið 2006. Peaches Geldof er átján ára gömul dóttir írska tónlistarmannsins og Live Aid-gúrúsins Bob Geldof og Paulu Yates heitinnar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Peaches sett mark sitt á breskt samfélag. Hún hefur lagt nafn sitt við tvo veruleikaþætti, kynnti NME-verðlaunin 2007 og skrifað pistla fyrir The Daily Telegraph og tímaritið ELLEgirl svo eitthvað sé nefnt. Í fyrra komst hún svo inn á lista Tatlers yfir topp tíu tískufyrirmyndir ársins, og var yngsta manneskjan á honum. öðruvísi ella Elizabeth Jagger þykir hafa skapað sér sinn eigin stíl, sem er ekki lítið eftirsóknarvert meðal fræga fólksins. Elizabeth Jagger er þriðja barn Micks Jagger og hálfsystir Jade. Móðir hennar er fyrirsætan Jerry Hall, og hún á því ekki langt að sækja aðdáun sína á tísku. Lizzy þykir hafa skapað sér sinn eigin stíl, sem er með því eftirsóknarverðasta í tískugeiranum, þar sem langflestir eru með stílistann sinn á hraðvali í símanum. Lizzy birtist fyrst á tískupöllunum í fylgd móður sinnar, þegar hún var fyrirsæta fyrir Thierry Mugler á fjórtánda aldursári. Síðan þá hefur hún prýtt fjöldann allan af forsíðum tímarita og unnið með ljósmyndurum á borð við Mario Testino, Patrick Demarchelier og David LaChapelle. Hún var jafnframt andlit LCM-línunnar frá Lancome, sem snyrtivörufyrirtækið kynnti í september 2002. afkvæmi guðanna Jade Jagger er dóttir Mick og Biöncu Jagger, sem þóttu eitt flottasta par síns tíma. Jade Jagger er dóttir Mick Jagger úr Rolling Stones og Biöncu Jagger, sem þóttu eitt flottasta par áttunda áratugarins. Í kjölfar skilnaðar þeirra varði Jade mestum tíma sínum með móður sinni í New York, en þegar Bianca þurfti að skreppa á Studio 54 var Jade yfirleitt komið fyrir í pössun hjá góðvini hennar, Andy Warhol. Það er því varla nema von að stúlkan þyki oft á tíðum ofursvöl. Jade skapaði sér nafn sem skartgripahönnuður, og var listrænn stjórnandi skartgripafyrirtækisins Garrard í tíu ár. Því tíu ára tímabili lauk í fyrra, og nú einbeitir Jade sér að merki sínu Jezebel. Undir merki Jezebel heyrir tónlist, fatnaður og lífsstílsvara, og því er Jade hvergi nærri horfin af sjónarsviðinu. Tengdar fréttir Íslensk götulist í Englandi Þórdís Claessen opnar einkasýningu í Urbis-safninu í Manchester 9. maí næstkomandi. Vel gæti farið svo að Ósómakindin rati á veggi safnsins. „Ég verð með bókarkynningu fyrir Icepick og sýningu í kringum það. Hún verður uppi í þrjá mánuði, alveg fram í ágúst,“ útskýrði Þórdís. 25. apríl 2007 09:30 Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Hvort börn fræga og fallega fólksins fæðast með tískuvitund í blóðinu skal látið ósagt. Hitt er víst að merkilega margar stúlkur sem skiptast á að prýða síður tísku- og slúðurblaðanna eru dætur heimsfrægra tónlistarmanna. Allar eiga þær sameiginlegt að hafa vakið athygli fyrir tískuvitund og sérstakan stíl. Nicole Richie þarf ekki að kynna fyrir neinum þeim sem hefur opnað dagblað eða tímarit síðustu árin. Richie er komin af tónlistarmönnum á alla kanta: hún er ættleidd dóttir Lionels Richie, en kynfaðir hennar var líka tónlistarmaður. Nicole er dáð og dýrkuð fyrir tískuvitund sína og stíl, þó að sumir vilji þakka stjörnustílistanum Rachel Zoe þá velgengni hennar. Richie lét Zoe þó róa í nóvember síðastliðnum, og ekki hefur tískuvitundin farið forgörðum síðan þá. Í viðtali við OK! í mars sagðist Richie vinna að eigin tískubiblíu, sem á væntanlega eftir að seljast eins og heitar lummur, miðað við vinsældirnar. Hún er jafnframt með skartgripa- og fylgihlutalínu, sólgleraugnalínu og ilmvatn í burðarliðnum. pabbastelpa Enn sem komið er sést Zoe Kravitz aðallega í fylgd með föður sínum, rokkaranum Lenny, enda bara átján ára gömul. Zoe Kravitz hefur enn sem komið er ekki verið jafn áberandi og lagskonur hennar. Hún sést oftast í fylgd með föður sínum, rokkaranum Lenny Kravitz, enda ekki nema átján ára gömul. Feðginin eru tíðir gestir á tískusýningum, og þykir Zoe með eindæmum smekkleg til fara og skapleg á að líta - enda dóttir Kravitz og leikkonunnar gullfallegu Lisu Bonet. Í marseintaki bandaríska Elle sat Zoe fyrir hjá tískuljósmyndaranum fræga Gilles Bensimon, en sýning með verkum hans stendur einmitt yfir í Hafnarborg um þessar mundir. Myndirnar í Elle hafa vakið töluverða athygli og þegar bíómyndin The Brave One, þar sem Zoe leikur vændiskonu á táningsaldri, kemur í kvikmyndahúsin ætti frægðarstjarna hennar að rísa enn hærra. breska blómarósin Stella McCartney hefur svo sannarlega getið sér nafn fyrir flottan stíl og klæðir margar heitustu Hollywood-leikkonurnar. Fatahönnuðurinn Stella McCartney er kannski sú stúlknanna sem á mest tilkall til titilsins Tískuvitund 2007. Hún er, eins og flestir vita, dóttir bítilshjónanna Paul og Lindu McCartney. Þó að sumir vilji meina að það sé einmitt ættarnafnið sem hafi skotið Stellu upp á stjörnuhimin tískugeirans segja aðrir að það hafi frekar háð frama hennar. Þegar Stella var ráðin til Chloé, og kom þar í stað Karls nokkurs Lagerfeld, lýsti sá síðarnefndi óánægju sinni með ráðninguna. „Mér fannst að þau hefðu átt að fá stórt nafn til sín. Þau fengu það - en í tónlist, ekki hönnun," sagði hann. Í seinni tíð hafa flestir þó tekið Stellu í sátt og viðurkennt að hún sé ekki með öllu ónýtur hönnuður. Hönnun hennar virðist að minnsta kosti höfða til fjöldans, og þess er skemmst að minnast þegar fatalína hennar fyrir Hennes og Mauritz seldist upp á korteri, plús mínus nokkrar mínútur. Dáðu mig Kimberley Stewart varð nýlega andlit undirfatalínunnar Adore Moi, og fetar þar með í fótspor Jade Jagger. Kimberley Stewart er dóttir Rod Stewart og fyrstu eiginkonu hans, Alönu. Hún ákvað ung að árum að tískubransinn væri það sem koma skyldi í lífi hennar, og fór því í fyrirsætuskóla. Kimberly er á mála hjá umboðsskrifstofunni Nous models, eins og stalla hennar, Paris Hilton. Í mánuðinum varð hún andlit Adore Moi undirfatalínunnar frá Ultimo, og tók þar með við kyndlinum úr höndum Jade Jagger. Hún hefur þar að auki hannað skó og sína eigin fatalínu, sem hún kallar Pinky Star Fish. topp tíu tískugúrú Peaches Geldof var yngsta manneskjan á lista Tatler yfir helstu tískufyrirmyndirnar árið 2006. Peaches Geldof er átján ára gömul dóttir írska tónlistarmannsins og Live Aid-gúrúsins Bob Geldof og Paulu Yates heitinnar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Peaches sett mark sitt á breskt samfélag. Hún hefur lagt nafn sitt við tvo veruleikaþætti, kynnti NME-verðlaunin 2007 og skrifað pistla fyrir The Daily Telegraph og tímaritið ELLEgirl svo eitthvað sé nefnt. Í fyrra komst hún svo inn á lista Tatlers yfir topp tíu tískufyrirmyndir ársins, og var yngsta manneskjan á honum. öðruvísi ella Elizabeth Jagger þykir hafa skapað sér sinn eigin stíl, sem er ekki lítið eftirsóknarvert meðal fræga fólksins. Elizabeth Jagger er þriðja barn Micks Jagger og hálfsystir Jade. Móðir hennar er fyrirsætan Jerry Hall, og hún á því ekki langt að sækja aðdáun sína á tísku. Lizzy þykir hafa skapað sér sinn eigin stíl, sem er með því eftirsóknarverðasta í tískugeiranum, þar sem langflestir eru með stílistann sinn á hraðvali í símanum. Lizzy birtist fyrst á tískupöllunum í fylgd móður sinnar, þegar hún var fyrirsæta fyrir Thierry Mugler á fjórtánda aldursári. Síðan þá hefur hún prýtt fjöldann allan af forsíðum tímarita og unnið með ljósmyndurum á borð við Mario Testino, Patrick Demarchelier og David LaChapelle. Hún var jafnframt andlit LCM-línunnar frá Lancome, sem snyrtivörufyrirtækið kynnti í september 2002. afkvæmi guðanna Jade Jagger er dóttir Mick og Biöncu Jagger, sem þóttu eitt flottasta par síns tíma. Jade Jagger er dóttir Mick Jagger úr Rolling Stones og Biöncu Jagger, sem þóttu eitt flottasta par áttunda áratugarins. Í kjölfar skilnaðar þeirra varði Jade mestum tíma sínum með móður sinni í New York, en þegar Bianca þurfti að skreppa á Studio 54 var Jade yfirleitt komið fyrir í pössun hjá góðvini hennar, Andy Warhol. Það er því varla nema von að stúlkan þyki oft á tíðum ofursvöl. Jade skapaði sér nafn sem skartgripahönnuður, og var listrænn stjórnandi skartgripafyrirtækisins Garrard í tíu ár. Því tíu ára tímabili lauk í fyrra, og nú einbeitir Jade sér að merki sínu Jezebel. Undir merki Jezebel heyrir tónlist, fatnaður og lífsstílsvara, og því er Jade hvergi nærri horfin af sjónarsviðinu.
Tengdar fréttir Íslensk götulist í Englandi Þórdís Claessen opnar einkasýningu í Urbis-safninu í Manchester 9. maí næstkomandi. Vel gæti farið svo að Ósómakindin rati á veggi safnsins. „Ég verð með bókarkynningu fyrir Icepick og sýningu í kringum það. Hún verður uppi í þrjá mánuði, alveg fram í ágúst,“ útskýrði Þórdís. 25. apríl 2007 09:30 Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Íslensk götulist í Englandi Þórdís Claessen opnar einkasýningu í Urbis-safninu í Manchester 9. maí næstkomandi. Vel gæti farið svo að Ósómakindin rati á veggi safnsins. „Ég verð með bókarkynningu fyrir Icepick og sýningu í kringum það. Hún verður uppi í þrjá mánuði, alveg fram í ágúst,“ útskýrði Þórdís. 25. apríl 2007 09:30