Lífið

Sjónlistatilnefningar kynntar

Birgir Andrésson með hönd undir kinn.
Birgir Andrésson með hönd undir kinn.

Tilkynnt var um tilnefningar til Sjónlistaverðlaunanna árið 2007 í gær en markmið þeirra verðlauna er að vekja athygli á framúrskarandi framlagi myndlistarmanna og hönnuða starfandi á Íslandi og íslenskra sjónlistamanna erlendis.

Tilnefndir eru myndlistarmennirnir Birgir Andrésson fyrir framlag sitt til könnunar á íslenskri menningu og sambandi sjónrænnar skynjunar og merkingu texta, Hrafnkell Sigurðsson fyrir ljósmyndaröðina „Áhöfn“ og Hekla Dögg Jónsdóttir fyrir verkið „Fossinn“. Fyrir hönnun valdi dómnefndin fyrirtækið NIKITA og hönnuðinn Heiðu Birgisdóttur, arkitektastofuna STUDIO GRANDA fyrir viðbyggingu Vogaskóla og íbúðarhús á Hofi á Höfðaströnd og stoðtækjafyrirtækið Össur fyrir gervifótinn „Proprop Foot“.

Sýning á verkum þeirra sem hlutu tilnefningu í ár verður opnuð í Listasafninu á Akureyri á Akureyrarvöku 25. ágúst næstkomandi en verðlaunaafhendingin fer fram á Akureyri 21. september í beinni útsendingu Sjónvarpsins og verða tilnefndir listamenn kynntir til leiks með stuttum sjónvarpsþáttum þegar nær dregur hátíðinni.

Sjónlist 2007 er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Forms Ísland – samtaka hönnuða og Sambands íslenskra myndlistarmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.