Lífið

Britney snýr aftur

Poppprinsessan fyrrverandi hélt sína fyrstu tónleika í tæp þrjú ár á klúbbi í Los Angeles.
Poppprinsessan fyrrverandi hélt sína fyrstu tónleika í tæp þrjú ár á klúbbi í Los Angeles.

Poppprinsessan fyrrverandi Britney Spears steig á svið í fyrsta sinn í tæp þrjú ár á klúbbnum House of Blues í Los Angeles á dögunum. Söng hún fimm lög, þar á meðal Baby One More Time.

Britney klæddist háum stígvélum, bleikum toppi og stuttu hvítu pilsi á tónleikunum auk þess sem hún var með brúna hárkollu. Mikil leynd hvíldi yfir tónleikunum og voru þeir ekkert auglýstir.

Britney virtist vera búin að jafna sig ágætlega á dramatískum atburðum í einkalífi sínu að undanförnu. Eftir að hafa skilið við Kevin Federline í nóvember í fyrra fór hún að skemmta sér óhóflega mikið, sem endaði með því að hún fór í meðferð í Malibu fyrr á þessu ári. Skömmu áður hafði hún rakað af sér allt hárið á hárgreiðslustofu í Los Angeles.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.