Innlent

Búist við norðan stórhríð í vikunni

Birgir Olgeirsson skrifar
Búist er við norðan stórhríð á fimmtudag.
Búist er við norðan stórhríð á fimmtudag. Vísir/Stefán
Ný vika tekur á móti Íslendingum með ákveðinni suðvestan átt en þegar vikan verður hálfnuð verður komin norðvestanátt og er búist við norðan stórhríð á fimmtudag.

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir sunnan átt upp úr hádegi á morgun með skúrum en þurrt norðaustan til fram á kvöld.

Á þriðjudag gengur í suðvestan átt, 15 til 23 metrar á sekúndu, með éljum fyrst sunnan- og vestanlands, en rigning eða slydda um tíma sunnanlands.

Á miðvikudag verður komin norðvestan átt, 10 til 18 metrar á sekúndu, hvassast á annesjum og syðst. Snjókoma eða él, einkum norðan til.

Á fimmtudag er búist við norðan stórhríð en úrkomulítið sunnanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á morgun:

Dregur smám saman úr vindi í nótt og fyrramálið, sunnan 8-13 uppúr hádegi með skúrum, en þurrt norðaustantil fram á kvöld. Hiti víða 2 til 7 stig.

Á þriðjudag:

Gengur í suðvestan 15-23 m/s með éljum fyrst S- og V-lands, en rigning eða slydda um tíma S-lands. Hægari og úrkomulítið NA-lands. Hiti 1 til 6 stig. Lægir víða seint um kvöldið og frystir.

Á miðvikudag:

Norðvestan 10-18 m/s, hvassast á annesjum og syðst. Snjókoma eða él, einkum N-til. Norðlægari seinnipartinn og rofar til syðra. Frost 0 til 5 stig.

Á fimmtudag:

Norðan stórhríð, en úrkomulítið S-lands. Vægt frost.

Á föstudag:

Ákveðin norðvestlæg átt með snjókomu eða éljum N-til, en bjart með köflum syðra. Frost 0 til 8 stig.

Á laugardag og sunnudag:

Hægari norðlæg átt með éljum N-til, en bjart með köflum syðra. Áfram fremur kalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×