Bretar treysta íslenskum víkingum 13. október 2005 15:21 Bretar hafa ákveðna tilhneigingu til að treysta ljóshærðum og bláeygðum eyjaskeggjum úr norðri segir Howard Davies, rektor London School of Economics, í tengslum við innrás íslenskra víkinga í breskt viðskiptalíf. Bretar hafi ekki ástæðu til að hafa áhyggjur en hér á landi þurfi vissulega að grípa til ráðstafana svo ekki verði hrun á markaði, snúist lukkuhjól íslenskra fjárfesta. Howard Davies er einnig fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Að hans mati er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu íslenska hlutabréfamarkaðarins því hann virðist vera í loftbóluumhverfi núna, þótt hann segist reyndar ekki vera neinn sérfræðingur í að velja íslensk verðbréf. „Markaðurinn hefur rokið upp síðustu átján mánuði, þvert gegn tilhneigingunni annrs staðar,“ segir Davies. „Ég hefði áhyggjur ef ég ætti að sjá um reglurnar hérna.“ Mikil umræða hefur orðið um innrás íslenskra viðskiptamanna á markaði í Svíþjóð og Danmörku þar sem spurt sé hvaðan allir peningarnir komi, hvort menn séu með peningaverksmiðju í kjallaranum og hvort tengsl fjárfesta og fjármagnsfyrirtækja séu of náin. Í Bretlandi hefur umræðan ekki verið jafn neikvæð þrátt fyrir að þar séu fjárfestingar Íslendinga fyrirferðamiklar. Davies telur Breta hafa ákveðna tilhneigingu til að treysta ljóshærðum og bláeygðum eyjaskeggjum úr norðri, þó það hljómi næstum eins og rasismi. Hann segir þó tortryggni viðgangast hvað viðkemur kaupum á knattspyrnufélögum, enda sé það alltaf svo. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Bretar hafa ákveðna tilhneigingu til að treysta ljóshærðum og bláeygðum eyjaskeggjum úr norðri segir Howard Davies, rektor London School of Economics, í tengslum við innrás íslenskra víkinga í breskt viðskiptalíf. Bretar hafi ekki ástæðu til að hafa áhyggjur en hér á landi þurfi vissulega að grípa til ráðstafana svo ekki verði hrun á markaði, snúist lukkuhjól íslenskra fjárfesta. Howard Davies er einnig fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Að hans mati er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu íslenska hlutabréfamarkaðarins því hann virðist vera í loftbóluumhverfi núna, þótt hann segist reyndar ekki vera neinn sérfræðingur í að velja íslensk verðbréf. „Markaðurinn hefur rokið upp síðustu átján mánuði, þvert gegn tilhneigingunni annrs staðar,“ segir Davies. „Ég hefði áhyggjur ef ég ætti að sjá um reglurnar hérna.“ Mikil umræða hefur orðið um innrás íslenskra viðskiptamanna á markaði í Svíþjóð og Danmörku þar sem spurt sé hvaðan allir peningarnir komi, hvort menn séu með peningaverksmiðju í kjallaranum og hvort tengsl fjárfesta og fjármagnsfyrirtækja séu of náin. Í Bretlandi hefur umræðan ekki verið jafn neikvæð þrátt fyrir að þar séu fjárfestingar Íslendinga fyrirferðamiklar. Davies telur Breta hafa ákveðna tilhneigingu til að treysta ljóshærðum og bláeygðum eyjaskeggjum úr norðri, þó það hljómi næstum eins og rasismi. Hann segir þó tortryggni viðgangast hvað viðkemur kaupum á knattspyrnufélögum, enda sé það alltaf svo.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira