Bretar treysta íslenskum víkingum 13. október 2005 15:21 Bretar hafa ákveðna tilhneigingu til að treysta ljóshærðum og bláeygðum eyjaskeggjum úr norðri segir Howard Davies, rektor London School of Economics, í tengslum við innrás íslenskra víkinga í breskt viðskiptalíf. Bretar hafi ekki ástæðu til að hafa áhyggjur en hér á landi þurfi vissulega að grípa til ráðstafana svo ekki verði hrun á markaði, snúist lukkuhjól íslenskra fjárfesta. Howard Davies er einnig fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Að hans mati er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu íslenska hlutabréfamarkaðarins því hann virðist vera í loftbóluumhverfi núna, þótt hann segist reyndar ekki vera neinn sérfræðingur í að velja íslensk verðbréf. „Markaðurinn hefur rokið upp síðustu átján mánuði, þvert gegn tilhneigingunni annrs staðar,“ segir Davies. „Ég hefði áhyggjur ef ég ætti að sjá um reglurnar hérna.“ Mikil umræða hefur orðið um innrás íslenskra viðskiptamanna á markaði í Svíþjóð og Danmörku þar sem spurt sé hvaðan allir peningarnir komi, hvort menn séu með peningaverksmiðju í kjallaranum og hvort tengsl fjárfesta og fjármagnsfyrirtækja séu of náin. Í Bretlandi hefur umræðan ekki verið jafn neikvæð þrátt fyrir að þar séu fjárfestingar Íslendinga fyrirferðamiklar. Davies telur Breta hafa ákveðna tilhneigingu til að treysta ljóshærðum og bláeygðum eyjaskeggjum úr norðri, þó það hljómi næstum eins og rasismi. Hann segir þó tortryggni viðgangast hvað viðkemur kaupum á knattspyrnufélögum, enda sé það alltaf svo. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Bretar hafa ákveðna tilhneigingu til að treysta ljóshærðum og bláeygðum eyjaskeggjum úr norðri segir Howard Davies, rektor London School of Economics, í tengslum við innrás íslenskra víkinga í breskt viðskiptalíf. Bretar hafi ekki ástæðu til að hafa áhyggjur en hér á landi þurfi vissulega að grípa til ráðstafana svo ekki verði hrun á markaði, snúist lukkuhjól íslenskra fjárfesta. Howard Davies er einnig fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Að hans mati er ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu íslenska hlutabréfamarkaðarins því hann virðist vera í loftbóluumhverfi núna, þótt hann segist reyndar ekki vera neinn sérfræðingur í að velja íslensk verðbréf. „Markaðurinn hefur rokið upp síðustu átján mánuði, þvert gegn tilhneigingunni annrs staðar,“ segir Davies. „Ég hefði áhyggjur ef ég ætti að sjá um reglurnar hérna.“ Mikil umræða hefur orðið um innrás íslenskra viðskiptamanna á markaði í Svíþjóð og Danmörku þar sem spurt sé hvaðan allir peningarnir komi, hvort menn séu með peningaverksmiðju í kjallaranum og hvort tengsl fjárfesta og fjármagnsfyrirtækja séu of náin. Í Bretlandi hefur umræðan ekki verið jafn neikvæð þrátt fyrir að þar séu fjárfestingar Íslendinga fyrirferðamiklar. Davies telur Breta hafa ákveðna tilhneigingu til að treysta ljóshærðum og bláeygðum eyjaskeggjum úr norðri, þó það hljómi næstum eins og rasismi. Hann segir þó tortryggni viðgangast hvað viðkemur kaupum á knattspyrnufélögum, enda sé það alltaf svo.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira