Lífið

Dís og Gargandi snilld tilnefndar

Kvikmyndirnar Dís í leikstjórn Silju Hauksdóttur, sem jafnframt er einn þriggja handritshöfunda myndarinnar, og Gargandi snilld í leikstjórn Ara Alexanders, sem jafnframt skrifaði handritið, eru í hópi tíu kvikmynda frá Norðurlöndunum sem tilnefndar hafa verið til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Kvikmyndirnar eru allar í fullri lengd og hafa verið sýndar í heimalandi sínu. Verðlaunaupphæðin er þrjár og hálf milljón króna sem skiptist á millli leikstjóra, handritshöfundar og framleiðanda. Verðlaunin verða afhent í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 26. október.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.