Innlent

Ofsaakstur á Selfossi

Lögreglan á Selfossi þurfti að hafa afskipti af ökumanni aðfaranótt laugardags sem ók á 137 kílómetra hraða við brúna vestast í bænum. Þar er hámarkshraði 50 kílómetrar. Þegar lögreglan hugðist stöðva ökumanninn gaf hann enn betur í og var stöðvaður á 150 kílómetra hraða nokkru síðar. Ökumaðurinn reyndist 18 ára gamall utanbæjarmaður en ekki var um ölvunarakstur að ræða. Drengurinn verður sviptur ökuleyfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×