Innlent

Halda áfram leit að skipverja sem féll útbyrðis

Leit hefst í birtingu að erlendum sjómanni, sem talið er að hafi fallið fyrir borð af flutningaskipinu Alexia, þegar það átti skammt ófarið til hafnar á Reyðarfirði í gær. Leit bar engan árangur í gær, enda afleitt sjóveður og snjókoma.

Björgunarskip og bátar Landsbjargar munu hefja leitina auk þess sem áhafnir skipa, sem leið eiga um svæðið, munu leita mannsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×