Innlent

Milljarði undir því sem áætlað var í fjármagni til þróunarsamvinnu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
„Í stað þess að auka aðstoðina um 500 milljónir eða rúmlega það eins og átti að gera samkvæmt þingsályktun Alþingis er verið að áætla lækka aðstoðina um rúmlega 400 milljónir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður.

Þar vísar hann til þess að undir lok síðasta kjörtímabils hafi verið ákveðið að bæta verulega í fjármagn til þróunarsamvinnu á næstu árum til þess að ná markmiði Sameinuðu þjóðanna um að þróuð ríkið verji 0,7 prósentum af landsframleiðslu sinni til þróunaraðstoðar.

Eins og fram kom á Vísi hafa fá eða engin ríki náð því markmiði en Ísland hefur verið í lægri kantinum.

Öll greidd atkvæði á þingi, að undanskildu einu, voru með tillögunni um að Ísland myndi bæta í aðstoð við þróunarsamvinnu.

Steingrímur segir að til þess að ná markmiði samkvæmt þingsályktuninni hefði þurft að bæta í en ekki draga úr fjárframlaginu. „Í raun má segja að með því að fara ekki eftir þingsályktuninni verðum við milljarði undir því sem átti að verða árið 2014.“



Hækkun veiðigjalda ekki bara áform heldur framkvæmd

Í nefndaráliti um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2014 segir að lagt sé til að dregið verði úr styrkjum til þróunarsamvinnu. Í fjárlögum fyrir árið 2013 hafi framlög til málaflokksins verið aukin, meðal annars með hliðsjón af verulegri hækkun á veiðigjaldi á sjávarútveg sem þá var áformuð og annarri nýrri tekjuöflun sem átti að útfæra síðar. Þessar tekjuöflunaráform hafi ekki gengið eftir.

Steingrímur sagði í ræðu á Alþingi nú fyrir helgi að það væri afar  óheppilegt að þetta kæmi fram í álitnu þar sem það hafi verið núverandi ríkisstjórn sem hætt hafi við hækkun á veiðigjaldi.

Hann minnir á að hækkunin á veiðigjöldum hafi ekki bara verið áformuð heldur hafi hún verið framkvæmd, veiðigjöld hafi verið hækkuð en þau hafi svo verið lækkuð aftur síðasta vor.

Í samtali við Vísi segir Steingrímur að það jafnframt vitleysa að hækkunin á aðstoð vegna þróunarsamvinnu hafi verið tengd fjárfestingaráætluninni, enda sjáist það hvergi í þeim plöggum. Hún hafi verið sjálfstæð og ekki tengd fjárfestingaáætluninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×