Innlent

Áttatíu ökumenn krafðir um endurgreiðslu vegna ölvunaraksturs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Á árinu 2006 kröfðu tryggingafélögin 80 ökumenn um endurgreiðslu vegna umferðartjóna sem urðu þegar ökumaður var undir áhrifum áfengis. Í umferðarlögum er mælt fyrir um að vátryggingafélag, sem greitt hefur bætur vegna tjóns af völdum ökutækja, eignist endurkröfurétt á hendur þeim, sem veldur tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Nefndinni bárust samtals 103 ný mál til úrskurðar fyrir árið 2006. Af þessum málum samþykkti nefndin endurkröfu að öllu leyti eða að hluta í 98 málum. Á árinu 2005 var heildarfjöldi mála á hinn bóginn 70, og samþykktar endurkröfur að öllu eða einhverju leyti 60.

Ástæður endurkröfu voru langoftast ölvun tjónvalds, eða í um 82% tilvika. Lyfjaáhrif var ástæða endurkröfu í 8% tilvika. Í 7% tilvika voru ökumenn endurkrafðir sökum ökuréttindaleysis. Beinn ásetningur var ástæða 5% endurkrafnar og 2% ökumanna voru endurkrafðir fyrir stórkostlega vítavert aksturslag eða glæfraakstur. Árétta ber, að í sumum málum geta ástæður endurkröfu verið fleiri en ein.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×