Lífið

Hallgrímur Helgason slær í gegn í Danmörku

Hallgrímur Helgason
Hallgrímur Helgason

Skáldsagan Rokland eftir Hallgrím Helgason fær geysilega góða dóma í Danmörku um þessar mundir. Bókin kom nýverið út í danskri þýðingu Kim Lebek undir heitinu Stormland.

Bókin fær fullt hús hjá Berlingske Tidende, 6 stjörnur, og 5 stjörnur í Jyllandsposten og Börsen. Þá var hún valin bók vikunnar í Politiken.

Í Börsen segir Rikke Nordmann að Hallgrímur greini nútímann í senn með nákvæmni hjartalæknis og tilfinningu uppistandara fyrir tímasetningu, en í Politiken segist May Schack hafa svipast um í stofu sinni undir lestrinum í leit að einhverjum til þess að deila með sér þessari fágætu menningargagnrýni sem væri sett fram á svona ótrúlega skemmtilegu og kraftmiklu máli.

Í Berlingske Tidende heimtar Jens Andersen að ráðherra menningarmála og aðrir ráðamenn lesi Rokland sem "í sannkölluðum tour de force prósa færi fram sundursallandi gagnrýni á fáránleikann í neyslusamfélagi nútímans". Annars hrífst Jens ekki síst af frásagnarkraftinum og segir að höfundur hafi lesendur í lófa sínum alveg frá fyrstu síðu í bók "sem fari langt fram úr öllum öðrum norrænum samtímabókmenntum".

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.