Lífið

Bloom yfirheyrður vegna áreksturs

Bloom ætlaði að yfirgefa slysstað
Bloom ætlaði að yfirgefa slysstað MYND/Getty

Leikarinn Orlando Bloom þarf að mæta til yfirheyrslu hjá lögreglunni í Los Angeles eftir að hann klessti bíl vinar síns um síðustu helgi. Bloom, sem fór á kostum í myndunum um sjóræningjana í Karabíahafinu, hafði verið úti á galeiðunni í Hollywood með félögum sínum þegar hann keyrði á kyrrstæða Porche-bifreið.

Leikarinn kallaði lögregluna til en á myndbandi sem paparazzar tóku upp sést hvar hann ætlar að labba á brott. Á myndbandinu, sem hefur verið sýnt í sjónvarpi vestanhafs, sést einn ljósmyndarinn telja Bloom af því að yfirgefa staðinn og bendir honum á hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft í för með sér. Að lokum lætur Bloom tilleiðast og tekur afleiðingunum.

Lögreglan hefur staðfest að Bloom hafi hvorki verið drukkinn né undir áhrifum eiturlyfja. Hún vill engu að síður ná tali af honum eftir að myndbandið var sýnt enda meiddist önnur kvennana tveggja sem var í Porche-bifreiðinni.

Bloom hefur sjálfur sakað ljósmyndarana um að hafa valdið slysinu með því að svína í veg fyrir hann með fyrrgreindum afleiðingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.