Sagði aldrei frá því þegar þjófar stálu af honum tveimur Ólympíugullum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2020 17:00 Miðherjarnir Patrick Ewing og Hakeem Olajuwon voru teknir inn í Heiðurshöllina á sama tíma árið 2008. EPA/CJ GUNTHER Það þurfti kórónuveiruna og fréttaleysi af íþróttum til að fá besta miðherjann í sögu New York Knicks til að segja frá óskemmtilegri lífsreynslu sinni. NBA goðsögnin Patrick Ewing lenti í því fyrir nokkrum árum að innbrotsþjófar stálu frá honum þremur dýrmætum verðlaunagripum. Patrick Ewing varð aldrei NBA-meistari þökk sé Michael Jordan og Hakeem Olajuwon en varð aftur á móti bæði háskólameistari og Ólympíumeistari. The former Knicks center revealed that his two Olympic gold medals and NCAA title ring went missing after a break-in at his New York home years ago. https://t.co/ZGd5rayGtc @SBondyNYDN— NY Daily News Sports (@NYDNSports) May 6, 2020 Patrick Ewing sagði frá því í útvarpsviðtali í vikunni að innbrotsþjófar brutust inn á heimili hans í New York fyrir nokkrum árum. Ewing sagði ekki frá því á sínum tíma og vildi heldur ekki segja það í þessu nýja viðtali hvenær þetta var. „Þeir brutust inn á heimili mitt í New York og stálu verðlaunapeningunum mínum,“ sagði Patrick Ewing í viðtalinu „The Dan Patrick Show.“ Ewing er nú þjálfari Georgetown í bandaríska háskólaboltanum en eitt af því sem var stolið var meistarahringur hans með Georgetown háskólanum árið 1984. Þjófarnir komust líka yfir Ólympíugullverðlaun hans frá 1984 og 1992. Ewing er viss um að innbrotsþjófarnir hafi verið með það á hreinu hver átti heima þarna. „Stundum er ömurlegt að vera þekktur,“ sagði hinn 57 ára gamli Patrick Ewing. Patrick Ewing fékk þó meistarahringinn sinn til baka þegar þjófarnir reyndu að selja hann á Ebay. Ewing fékk samt aldrei upprunalegu gullpeninga sína til baka sem hann vann á ÓL í Los Angeles 1984 og á ÓL í Barcelona 1992. Jerry Colangelo hjá bandaríska landsliðinu reddaði sínum manni hins vegar tveimur eftirlíkingum af gullverðlaunum tveimur. Patrick Ewing átti flottan NBA-feril þótt að hann hafi aldrei orðið NBA meistari. Hann var ellefu sinnum kosinn í stjörnuleikinn og var kosinn í fyrsta lið ársins 1990 auk þess að vera sex sinnum valinn í annað besta lið ársins (1988, 1989, 1991–1993, 1997). Ewing var með 21,9 stig og 9,8 fráköst að meðaltali í 1183 deildarleikjum sínum í NBA en skoraði mest 28,6 stig í leik tímabilið 1989-90. Ewing skoaði 20,2 stig og tók 10,3 fráköst að meðaltali í 139 leikjum í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira
Það þurfti kórónuveiruna og fréttaleysi af íþróttum til að fá besta miðherjann í sögu New York Knicks til að segja frá óskemmtilegri lífsreynslu sinni. NBA goðsögnin Patrick Ewing lenti í því fyrir nokkrum árum að innbrotsþjófar stálu frá honum þremur dýrmætum verðlaunagripum. Patrick Ewing varð aldrei NBA-meistari þökk sé Michael Jordan og Hakeem Olajuwon en varð aftur á móti bæði háskólameistari og Ólympíumeistari. The former Knicks center revealed that his two Olympic gold medals and NCAA title ring went missing after a break-in at his New York home years ago. https://t.co/ZGd5rayGtc @SBondyNYDN— NY Daily News Sports (@NYDNSports) May 6, 2020 Patrick Ewing sagði frá því í útvarpsviðtali í vikunni að innbrotsþjófar brutust inn á heimili hans í New York fyrir nokkrum árum. Ewing sagði ekki frá því á sínum tíma og vildi heldur ekki segja það í þessu nýja viðtali hvenær þetta var. „Þeir brutust inn á heimili mitt í New York og stálu verðlaunapeningunum mínum,“ sagði Patrick Ewing í viðtalinu „The Dan Patrick Show.“ Ewing er nú þjálfari Georgetown í bandaríska háskólaboltanum en eitt af því sem var stolið var meistarahringur hans með Georgetown háskólanum árið 1984. Þjófarnir komust líka yfir Ólympíugullverðlaun hans frá 1984 og 1992. Ewing er viss um að innbrotsþjófarnir hafi verið með það á hreinu hver átti heima þarna. „Stundum er ömurlegt að vera þekktur,“ sagði hinn 57 ára gamli Patrick Ewing. Patrick Ewing fékk þó meistarahringinn sinn til baka þegar þjófarnir reyndu að selja hann á Ebay. Ewing fékk samt aldrei upprunalegu gullpeninga sína til baka sem hann vann á ÓL í Los Angeles 1984 og á ÓL í Barcelona 1992. Jerry Colangelo hjá bandaríska landsliðinu reddaði sínum manni hins vegar tveimur eftirlíkingum af gullverðlaunum tveimur. Patrick Ewing átti flottan NBA-feril þótt að hann hafi aldrei orðið NBA meistari. Hann var ellefu sinnum kosinn í stjörnuleikinn og var kosinn í fyrsta lið ársins 1990 auk þess að vera sex sinnum valinn í annað besta lið ársins (1988, 1989, 1991–1993, 1997). Ewing var með 21,9 stig og 9,8 fráköst að meðaltali í 1183 deildarleikjum sínum í NBA en skoraði mest 28,6 stig í leik tímabilið 1989-90. Ewing skoaði 20,2 stig og tók 10,3 fráköst að meðaltali í 139 leikjum í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Sjá meira