Körfubolti

Finnur byrjaður að taka til hjá Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar Nathanaelsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val, allavega í bili.
Ragnar Nathanaelsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val, allavega í bili. vísir/daníel

Finnur Freyr Stefánsson er strax byrjaður að taka til hjá karlaliði Vals í körfubolta. Hann var ráðinn þjálfari Vals á mánudaginn.

Ragnar Nathanaelsson og Austin Magnus Bracey eru farnir frá Val en frá þessu var greint á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar félagsins í dag.

Ragnar lék með Val í tvö tímabil. Í vetur var hann með 6,5 stig og 5,0 fráköst að meðaltali í leik.

Austin hefur leikið með Val síðan 2016. Á síðasta tímabili skoraði hann 11,8 stig að meðaltali í leik og var með 43,8 prósent þriggja stiga nýtingu.

Valur endaði í 10. sæti Domino's deildar karla á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir

Finnur: Það er eldur í Pavel

Finnur Freyr Stefánsson, nýráðinn þjálfari Vals í Dominos-deild karla, segir að Pavel Ermolinskij sé klár í slaginn á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Finnur í Sportinu í dag og sagði að það væri hugur í Pavel.

Finnur Freyr tekur við Val

Fimmfaldi Íslandsmeistarinn Finnur Freyr Stefánsson verður næsti þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×