Körfubolti

Finnur: Það er eldur í Pavel

Anton Ingi Leifsson skrifar
finnur freyr valur

Finnur Freyr Stefánsson, nýráðinn þjálfari Vals í Dominos-deild karla, segir að Pavel Ermolinskij sé klár í slaginn á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Finnur í Sportinu í dag og sagði að það væri hugur í Pavel.

Tilkynnt var um komu Finns í gær en hann tekur við liðinu af Ágústi Björgvinssyni. Pavel spilaði með Val á síðustu leiktíð eftir langt og gott gengi með KR en Finnur segir að Pavel verði klæddur í rauðan búning á parketinu næsta vetur.

„Já, ég er búinn að heyra í Pavel. Ég spjallaði vel við hann og hann er spenntur. Þetta er skemmtilegur Pavel núna og hann er mótiveraður. Það er eldur í Pavel. Maður sá það alveg í vetur,“ sagði Finnur.

Pavel var óhræddur við að láta samheyra sína heyra það í vetur er illa gekk og Kjartan Atli Kjartansson, annar stjórnandi þáttarins og körfuboltaspekingur, segir að það séu jákvæð teikn. Finnur tekur undir það.

„Það er eldurinn sem maður vill hafa í honum. Þú getur ekki ætlast til þess að fá já og amen frá öllum. Ef þú ert með gæðamenn þá hafa þeir kröfur. Við sjáum Jón Arnór í viðtölum bæði hjá mér og núna undanfarin ár að taka kastið í viðtölum ef menn gera hlutina ekki vel.“

„Þegar menn eru vanir ákveðnir hlutum þá vilja þeir hafa standard. Að hann sé með þennan eld og að maður sér „passionið“ er bara virkilega spennandi að fá að taka slaginn með honum aftur,“ sagði Finnur.

Klippa: Sportið í dag - Finnur Freyr um Pavel

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×